Veðmál um hvaða dag barn Mehan og Harry prins mun fæðast hefur verið stöðvað hjá stórum veðbanka, Paddy Power, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. Í tilkynningu kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar þess að skyndilega hljóp mikill vöxtur í veðmálin sem benti til þess að einhver viti eitthvað. Þetta og orðrómurinn sem er í gangi varð til þess að við teljum að barnið sé þegar fætt, segir Power.
Þetta er fyrsta barn hertogans og hertogaynjunnar af Sussex en áttunda barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar. Þegar tilkynnt var um þungunina var talið að barnið myndi fæðast seint í apríl. En aðrir veðbankar hafa ekki fylgt í kjölfar Power og segir talsmaður Rupert Adams að þar á bæ séu menn sannfærðir um að barnið er ófætt. Því fjölmargir komi að fæðingunni og því mjög erfitt að leyna því.
Hjá Ladbrokes er hægt að veðja um hvaða dag barnið fæðist og er dagurinn í dag og morgundagurinn vinsælastir þessa stundina.
Harry sást síðast opinberlega við verðlaunaafhendingu í maraþoninu í London en hann á að fara til Hollands á miðvikudag eða fimmtudag.