Margir ráku upp stór augu þegar nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Game of Thrones var sýndur um helgina þegar þeir sáu einnota kaffibolla frá kaffihúsakeðjunni Starbucks. Starbucks-staði er víða að finna, en í Game of Thrones?
Fram kemur í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times að kaffibollinn sjáist aðeins í nokkrar sekúndur og kunni að hafa farið fram hjá framleiðendum þáttanna en ekki milljónum aðdáenda þáttanna sem voru ekki lengi að vekja athygli á honum.
Hafa margir skemmt sér við gamansamar vangaveltur um kaffibollann góða. Hvenær Starbucks hafi opnað útibú í Winterfell-kastalanum í Norðrinu þar sem Stark-ættin hefur ráðið ríkjum? Hvers konar kaffi Daenerys Targaryen pantaði sér?
A close-up of the coffee cup in #GameofThrones pic.twitter.com/6h74N3T2cB
— Jennifer Ross (@JennyFefs) May 6, 2019