Kaffibolli í Game of Thrones

Jon Snow og Daenerys Targaryen í Game of Thrones.
Jon Snow og Daenerys Targaryen í Game of Thrones.

Margir ráku upp stór augu þegar nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Game of Thrones var sýndur um helgina þegar þeir sáu einnota kaffibolla frá kaffihúsakeðjunni Starbucks. Starbucks-staði er víða að finna, en í Game of Thrones?

Fram kemur í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times að kaffibollinn sjáist aðeins í nokkrar sekúndur og kunni að hafa farið fram hjá framleiðendum þáttanna en ekki milljónum aðdáenda þáttanna sem voru ekki lengi að vekja athygli á honum.

Hafa margir skemmt sér við gamansamar vangaveltur um kaffibollann góða. Hvenær Starbucks hafi opnað útibú í Winterfell-kastalanum í Norðrinu þar sem Stark-ættin hefur ráðið ríkjum? Hvers konar kaffi Daenerys Targaryen pantaði sér?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir