Meghan farin af stað

Harry Bretaprins og Meghan Markle eiga vona á sínu fyrsta …
Harry Bretaprins og Meghan Markle eiga vona á sínu fyrsta barni, líklega í dag, en í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að Meghan er farin af stað í fæðingu. AFP

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er farin af stað í fæðingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. 

Harry og Meghan tilkynntu í október síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni, við upphaf opinberrar heimsóknar til Ástralíu og Nýja-Sjálands. 

Venju samkvæmt hjá konungsfjölskyldunni er settur dagur ekki gefinn upp, en konungssinnar hafa beðið með öndina í hálsinum síðustu daga og jafnvel vikur. Og nú er stóri dagurinn upp runninn. 

Harry og Meg­h­an greindu frá því í síðasta mánuði að þau vilja að að fæðing barns þeirra fari fram í næði og utan sviðsljóss fjöl­miðla. Er það ólíkt því skipu­lagi sem var í kring­um fæðingu þriggja barna Vil­hjálms prins og Katrín­ar her­togaynju en þau voru öll sýnd al­menn­ingi og fjöl­miðlum leyft að mynda þau, skömmu eft­ir fæðingu.

Ekki er til dæmis vita hvað Meghan ætlar að eiga barnið, það er hvort það verði á sjúkrahúsi eða jafnvel heimafæðing. Þá er ekki vitað hvernig barnið verður kynnt fyrir almenningi, en búast má við að það verði einhverjum dögum eftir fæðinguna. Hjónin opnuðu Instagram-reikning í byrjun apríl og verður mynd af barninu án efa birt þar, sem og á öðrum opinberum miðlum konungsfjölskyldunnar. 

Barnið verður sjöunda í erfðaröðinni að krúnunni, á eftir Karli Bretaprins, Harry og Vilhjálmi og börnum hans þremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar