Kaffibollinn í Game of Thrones útskýrður

Kaffibollinn margumræddi setti svip sinn á fjórða þátt Game of …
Kaffibollinn margumræddi setti svip sinn á fjórða þátt Game of Thrones. Tilvist hans hefur nú verið útskýrð. Ljósmynd/Twitter

HBO, framleiðendur Game of Thrones, gera góðlátlegt grín af sjálfum sér vegna „stóra kaffibollamálsins“ í síðasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur aðfaranótt mánudags. 

Í umræddum þætti, sem er sá fjórði í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Krúnuleikanna, sást glitta einnota kaffi­bolla frá kaffi­húsa­keðjunni Star­bucks í atriði þa rsem Daenerys Targaryen sat við borð í samkvæmi. 

„Kaffibollinn sem birtist í þættinum var fyrir mistök. Daenerys pantaði sér jurtate,“ segir í yfirlýsingu frá HBO, sem hefur jafnframt beðist velvirðingar á að kaffibollinn hafi komist í gegnum allt framleiðsluferlið óáreittur.

Starbucks hefur að sjálfsögðu nýtt sér atvikið, enda er líklega hvergi betra að auglýsa en í einum af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims þessa stundina. 

Hauke Richter, listrænn stjórnandi þáttanna, segir í tölvupósti sem hann sendi á Variety að það komi vissulega fyrir að það gleymist að fjarlægja hluti sem eiga ekki heima á tökustað milli taka en að stórmál hafi verið gert úr kaffibollanum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem aðskotahlutur sést í atriði Game of Thrones, sem verður að telja ansi vel af sér vikið þar sem þátturinn á sunnudag var sá 69. í röðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka