HBO, framleiðendur Game of Thrones, gera góðlátlegt grín af sjálfum sér vegna „stóra kaffibollamálsins“ í síðasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur aðfaranótt mánudags.
Í umræddum þætti, sem er sá fjórði í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Krúnuleikanna, sást glitta einnota kaffibolla frá kaffihúsakeðjunni Starbucks í atriði þa rsem Daenerys Targaryen sat við borð í samkvæmi.
„Kaffibollinn sem birtist í þættinum var fyrir mistök. Daenerys pantaði sér jurtate,“ segir í yfirlýsingu frá HBO, sem hefur jafnframt beðist velvirðingar á að kaffibollinn hafi komist í gegnum allt framleiðsluferlið óáreittur.
News from Winterfell.
— Game of Thrones (@GameOfThrones) May 6, 2019
The latte that appeared in the episode was a mistake. #Daenerys had ordered an herbal tea. pic.twitter.com/ypowxGgQRl
Starbucks hefur að sjálfsögðu nýtt sér atvikið, enda er líklega hvergi betra að auglýsa en í einum af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims þessa stundina.
TBH we're surprised she didn't order a Dragon Drink.
— Starbucks Coffee (@Starbucks) May 6, 2019
Hauke Richter, listrænn stjórnandi þáttanna, segir í tölvupósti sem hann sendi á Variety að það komi vissulega fyrir að það gleymist að fjarlægja hluti sem eiga ekki heima á tökustað milli taka en að stórmál hafi verið gert úr kaffibollanum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem aðskotahlutur sést í atriði Game of Thrones, sem verður að telja ansi vel af sér vikið þar sem þátturinn á sunnudag var sá 69. í röðinni.