Kaffibollinn í Game of Thrones útskýrður

Kaffibollinn margumræddi setti svip sinn á fjórða þátt Game of …
Kaffibollinn margumræddi setti svip sinn á fjórða þátt Game of Thrones. Tilvist hans hefur nú verið útskýrð. Ljósmynd/Twitter

HBO, framleiðendur Game of Thrones, gera góðlátlegt grín af sjálfum sér vegna „stóra kaffibollamálsins“ í síðasta þætti Game of Thrones sem var frumsýndur aðfaranótt mánudags. 

Í umræddum þætti, sem er sá fjórði í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Krúnuleikanna, sást glitta einnota kaffi­bolla frá kaffi­húsa­keðjunni Star­bucks í atriði þa rsem Daenerys Targaryen sat við borð í samkvæmi. 

„Kaffibollinn sem birtist í þættinum var fyrir mistök. Daenerys pantaði sér jurtate,“ segir í yfirlýsingu frá HBO, sem hefur jafnframt beðist velvirðingar á að kaffibollinn hafi komist í gegnum allt framleiðsluferlið óáreittur.

Starbucks hefur að sjálfsögðu nýtt sér atvikið, enda er líklega hvergi betra að auglýsa en í einum af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims þessa stundina. 

Hauke Richter, listrænn stjórnandi þáttanna, segir í tölvupósti sem hann sendi á Variety að það komi vissulega fyrir að það gleymist að fjarlægja hluti sem eiga ekki heima á tökustað milli taka en að stórmál hafi verið gert úr kaffibollanum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem aðskotahlutur sést í atriði Game of Thrones, sem verður að telja ansi vel af sér vikið þar sem þátturinn á sunnudag var sá 69. í röðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach