RÚV-kaffibolli í HBO-stiklu

Hvað er þessi RÚV-kaffibolli að gera þarna?
Hvað er þessi RÚV-kaffibolli að gera þarna? Skjáskot úr stiklunni frá HBO

Kaffibolli merktur Ríkisútvarpinu sést í stiklu sem bandaríska framleiðslufyrirtækið HBO hefur gefið út fyrir aðra þáttaröð dramaþáttanna Succession. Þar situr ein persóna þáttanna í stól, með RÚV-kaffibolla sér við hlið.

Þættirnir fjalla um valdamikla fjölskyldu, sem stýrir í sameiningu alþjóðlegu fjölmiðlaveldi. Ekki liggur þó fyrir hvort eða hvernig Ríkisútvarpið mun flækjast inn í söguþráð þáttanna. 

Mikið hefur verið fjallað um Starbucks-kaffibolla sem sást í Game of Thrones-þættinum sem frumsýndur var á sunnudagskvöld. Sá bolli átti sér þó þær eðlilegu skýringar að þar varð einhverjum á í messunni og Starbucks-kaffimálið gleymdist einfaldlega á borðinu er atriðið var tekið upp. Bollinn hefur nú verið fjarlægður úr uppfærðri útgáfu þáttarins.

Allt þetta bollafár í Game of Thrones hefur vakið mikla athygli. En nú er komið upp annað bollamál, sem mun ef til vill ekki vekja heimsathygli, enda fáir aðrir en Íslendingar sem kveikja á því að þarna sé um kaffibolla íslenska Ríkisútvarpsins að ræða.

Skjáskot úr stiklunni frá HBO

Stiklan, sem birt var á YouTube 1. maí síðastliðinn, auglýsir sem áður segir aðra þáttaröð af Succession. Sjá má RÚV-kaffibollanum bregða fyrir á 37. sekúndu myndskeiðsins.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan