RÚV kannast ekki við bollann

RÚV kannast ekki við bollann í stiklunni.
RÚV kannast ekki við bollann í stiklunni. Skjá­skot úr stiklunni frá HBO

Kaffibolli merktur Ríkisútvarpinu sem birtist í stiklu úr þáttum framleiðslufyrirtækisins HBO, Succession, virðist ekki framleiddur í samráði við fjölmiðilinn en enginn sem tal náðist af við vinnslu fréttarinnar kannaðist við bollann.

Dagskrárdeild Ríkisútvarpsins staðfestir í samtali við mbl.is að nýjasta útlit kennimerkis RÚV prýði bollann í stiklunni. Er lögun bollans þó ólík lögun þeirra bolla sem fyrirtækið hefur í gegnum tíðina merkt með kennimerki sínu. Líkist bollinn ekki gestabollum sem áður voru í umferð hjá fyrirtækinu né bollum starfsmanna.

„Þessi tegund af bollum hefur aldrei verið hér í umferð,“ staðfestir Erna Kettler, dagskrárstjóri RÚV, sem kannaði málið. 

Bollinn er greinilega merktur kennimerki RÚV.
Bollinn er greinilega merktur kennimerki RÚV. Skjá­skot úr stiklunni frá HBO

Virðast þessar upplýsingar benda til þess að bollinn hafi verið sérlega hannaður fyrir bandarísku sjónvarpsþættina. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvert hlutverk RÚV verður í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal