West og Ocean mennirnir á MET Gala?

Kanye West og Frank Ocean báru af í einföldum svörtum …
Kanye West og Frank Ocean báru af í einföldum svörtum fatnaði á MET Gala-viðburðinum. mbl.is/AFP

Veftímarit ELLE fjallar um ákvörðun þeirra Kanye West og Frank Ocean að mæta í lítið áberandi fatnaði á MET Gala þar sem flestir kepptust við að gera betur en næsti maður þegar kom að klæðaburði. 

MET Gala fjáröflunarkvöldið var eins og fram hefur komið í ákveðnu þema. Að þessu sinni leituðust stjörnurnar við að vera í anda „Notes On Camp“ eftir Susan Sontag. 

Þemað sem er í anda öfga í litum, formum og tjáningu var tekið alla leið af mörgum stórstjörnum sem létu sér fátt um finnast og klæddust sumar þeirra fleirum en einum klæðnaði um kvöldið. 

Ástæðan fyrir því að Kanye West og Frank Ocean stóðu upp úr að mati fjölmiðla var að mitt í hópi fólks, sem er klætt út úr kortinu í glingri og litum, sker maður sig sjálfkrafa úr í hefðbundnari klæðnaði. 

West minnti frekar á póstburðarmann en tískufyrirmynd þar sem hann stóð við hlið eiginkonu sinnar Kim Kardashian West. Hún var í sérsaumuðum latexkjól frá Thierry Mugler en hann var í Dickies-jakka sem talið er að kosti undir 50 Bandaríkjadölum. Við jakkann var hann í klassískum svörtum buxum og skóm sem minna á þá sem fást í Vinnufatabúðinni. 

Frank Ocean þótti minna á öryggisvörð í verslunarmiðstöð. 

Að ákveða að keppa ekki á sviði tískunnar á MET Gala-viðburðinum sýnir hugrekki að mati erlendra fjölmiðla.

Kim Kardashian West í sérsaumuðum latexkjól ásamt eiginmanni sínum Kanye …
Kim Kardashian West í sérsaumuðum latexkjól ásamt eiginmanni sínum Kanye West sem mætti í Dickies-jakka sem kostar undir 50 Bandaríkjadölum. ANGELA WEISS
Frank Ocean var með myndvél á rauða dreglinum. Enda minnti …
Frank Ocean var með myndvél á rauða dreglinum. Enda minnti hann meira á öryggisvörð í verslunarmiðstöð en tískufyrirmynd á þessum viðburði. Mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar