Getur framlag Íslands í ár í Eurovision orðið mikið svalara? Félag heyrnarlausra hefur nú svarað því og svarið er án nokkurs vafa já, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem Hatrið mun sigra hefur verið þýtt yfir á táknmál.
Félag heyrnarlausra hefur í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra með leyfi Hatara þýtt lagið yfir á táknmál.
Í myndbandinu túlka Sindri Jóhannesson og Uldis Ozols söng Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Klemensar Hannigan af stakri snilld.
Þýðing er í höndum Kolbrúnar Völkudóttur og hafði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir umsjón með verkefninu.
Hatrið mun sigra í flutningi Hatara stígur á svið á stóra sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv þriðjudaginn 14. maí. Mbl.is verður á svæðinu og mun flytja fregnir af undirbúningi og keppninni sjálfri.