Hatrið mun sigra — líka á táknmáli

„Þynnkan er endalaus,“ segir Uldis Oxols á táknmáli í bland …
„Þynnkan er endalaus,“ segir Uldis Oxols á táknmáli í bland við fagra tóna Matthíasar. Skjáskot/Youtube

Getur framlag Íslands í ár í Eurovision orðið mikið svalara? Félag heyrnarlausra hefur nú svarað því og svarið er án nokkurs vafa já, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem Hatrið mun sigra hefur verið þýtt yfir á táknmál. 

Félag heyrnarlausra hefur í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra með leyfi Hatara þýtt lagið yfir á táknmál. 

Í myndbandinu túlka Sindri Jóhannesson og Uldis Ozols söng Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Klemensar Hannigan af stakri snilld. 

Þýðing er í höndum Kolbrúnar Völkudóttur og hafði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir umsjón með verkefninu. 

Hatrið mun sigra í flutningi Hatara stígur á svið á stóra sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv þriðjudaginn 14. maí. Mbl.is verður á svæðinu og mun flytja fregnir af undirbúningi og keppninni sjálfri. 

Sindri Jóhannesson túlkar söng Klemensar á táknmáli í framlagi Íslands …
Sindri Jóhannesson túlkar söng Klemensar á táknmáli í framlagi Íslands til Eurovision í ár. Skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup