Hatrið mun sigra — líka á táknmáli

„Þynnkan er endalaus,“ segir Uldis Oxols á táknmáli í bland …
„Þynnkan er endalaus,“ segir Uldis Oxols á táknmáli í bland við fagra tóna Matthíasar. Skjáskot/Youtube

Getur framlag Íslands í ár í Eurovision orðið mikið svalara? Félag heyrnarlausra hefur nú svarað því og svarið er án nokkurs vafa já, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem Hatrið mun sigra hefur verið þýtt yfir á táknmál. 

Félag heyrnarlausra hefur í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra með leyfi Hatara þýtt lagið yfir á táknmál. 

Í myndbandinu túlka Sindri Jóhannesson og Uldis Ozols söng Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Klemensar Hannigan af stakri snilld. 

Þýðing er í höndum Kolbrúnar Völkudóttur og hafði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir umsjón með verkefninu. 

Hatrið mun sigra í flutningi Hatara stígur á svið á stóra sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv þriðjudaginn 14. maí. Mbl.is verður á svæðinu og mun flytja fregnir af undirbúningi og keppninni sjálfri. 

Sindri Jóhannesson túlkar söng Klemensar á táknmáli í framlagi Íslands …
Sindri Jóhannesson túlkar söng Klemensar á táknmáli í framlagi Íslands til Eurovision í ár. Skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir