True Romance á Íslandi

Með hlutverk Lóu og Ólivers í Eden fara Telma Huld …
Með hlutverk Lóu og Ólivers í Eden fara Telma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle sem er listamannsnafn Ævars Arnar Jóhannssonar.

Sýn­ing­ar hefjast í dag á Eden, þriðju kvik­mynd leik­stjór­ans, hand­rits­höf­und­ar­ins og Bol­vík­ings­ins Snæv­ars Sölva­son­ar í fullri lengd. „Eden fjall­ar um par, Lóu og Óli­ver, sem lifa á jaðrin­um. Þau kynn­ast strax í upp­hafi, hann er á flótta und­an rétt­vís­inni og hún er par­tístelpa sem er kom­in í kland­ur. Þau eru heim­il­is­laus, fella fljót­lega hugi sam­an og kom­ast að því að þau eiga sér sam­eig­in­lega drauma og ein­læga sem þau vilja að ræt­ist. Þau ákveða að færa björg í bú með því að fara í smá­sölu á göt­unni, selja gras og annað þvíum­líkt og ætla sér að kýla á draum­ana. En á þeirri leið kom­ast þau í kland­ur og kom­ast upp á kant við vafa­sama menn,“ seg­ir Snæv­ar um um­fjöll­un­ar­efni kvik­mynd­ar­inn­ar. Með hlut­verk Lóu og Óli­vers fara Telma Huld Jó­hann­es­dótt­ir og Han­sel Eagle sem er lista­manns­nafn Ævars Arn­ar Jó­hanns­son­ar.

Leikstjórinn undirbýr næstu töku.
Leik­stjór­inn und­ir­býr næstu töku.



Adam og Eva í Reykja­vík


–Tit­ill­inn er vænt­an­lega vís­un í Bibl­í­una?
„Jú, al­gjör­lega og í raun og veru kviknaði hug­mynd­in út frá því að ég var að grúska í Biblí­unni út af öðru verk­efni. Ég var að lesa kafl­ann um Adam og Evu og þá bara kvikn­ar þessi hug­mynd. Adam og Eva voru par sem braut nú ekki mikið af sér en var þó gert út­lægt og þurftu að lifa á jaðrin­um eft­ir það. Það er til frægt mál­verk af þeim þar sem þau eru að hrökklast úr Eden og það er eng­ill með sverð sem bend­ir á út­göngu­leiðina,“ svar­ar Snæv­ar. Þannig hafi hann fengið hug­mynd­ina að kvik­mynd um par í Reykja­vík sem lif­ir á jaðrin­um.
–Þú skrifaðir hand­ritið og þá varla út frá eig­in reynslu, eða hvað?
„Nei, nei, en einn vin­ur minn var að selja svona á göt­unni og ég fékk að hanga með hon­um, eins og sagt er, vera á rúnt­in­um og sjá svo­lítið svona hluti,“ seg­ir Snæv­ar. Sú upp­lif­un hafi að hluta skilað sér í hand­ritið en hann hafi hins veg­ar ekki viljað hafa kvik­mynd­ina al­gjört raun­sæ­is­verk. „Ég vildi að sjálf­sögðu fá aðeins and­rúms­loftið og bara aðeins kynn­ast þessu en mig langaði samt að gera al­vöru­bíó,“ seg­ir Snæv­ar. Kvik­mynd­in sé með kunn­ug­legu þema úr kvik­mynda­sög­unni, elsk­end­um á flótta, eins og sjá má í kvik­mynd­um á borð við Bonnie og Clyde og True Rom­ance.

Lóa og Óliver grá fyrir járnum.
Lóa og Óli­ver grá fyr­ir járn­um.



Trainspott­ing veitti inn­blást­ur


„Mig langaði að gera True Rom­ance á Íslandi,“ út­skýr­ir Snæv­ar. Aðal­per­són­ur mynd­ar­inn­ar séu bara krakk­ar að selja gras eða pill­ur, ekki fólk í svört­um hettupeys­um í húsa­sund­um. „Það er kannski bara að hlusta á létta jóla­tónlist í út­varp­inu á meðan verið er að setja í poka og vigta og tala um nýja heim­ild­ar­mynd á Net­flix,“ seg­ir Snæv­ar. Það hvíli eng­inn dauði og drungi yfir Eden held­ur þvert á móti slegið á létta strengi inn á milli. Mynd­in sé því blanda raun­sæ­is, spennu og gríns.
Snæv­ar seg­ist einnig hafa litið mikið til Trainspott­ing þar sem per­són­ur þeirr­ar mynd­ar séu lit­rík­ar og oft spaugi­leg­ar. „Þetta eru allt stórfurðuleg­ir karakt­er­ar og þú hlærð mikið að því sem þeir lenda í en öðru hverju lenda þeir í al­veg hrika­leg­um aðstæðum,“ út­skýr­ir Snæv­ar og nefn­ir atriði úr Trainspott­ing þar sem barn finnst látið í vöggu og annað þar sem ein aðal­per­són­an miss­ir saur í rúmi unn­ustu sinn­ar. Í Eden, líkt og Trainspott­ing, megi sjá lit­rík­ar per­són­ur í krefj­andi aðstæðum.

Viðtalið má lesa í heild í Morg­un­blaðinu í dag. Hér má sjá stiklu fyr­ir kvik­mynd­ina: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka