Fjölmenni á sumarmarkaði netverslana

Sara Björk Purkhús, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir …
Sara Björk Purkhús, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir standa að sumarmarkaði netverslana í Víkingsheimilinu um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúmlega sjö þúsund manns hafa lagt leið sína í Víkingsheimilið það sem af er þessum degi þar sem fjöldi netverslana hafa sameinast undir einu þaki og bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval. Að markaðnum standa vin­kon­urn­ar Olga Helena Ólafs­dótt­ir, Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir og Sara Björk Purk­hús,  en þær reka all­ar sín­ar eig­in net­versl­an­ir.

Markaðurinn opnaði á slaginu ellefu í morgun og að sögn Olgu Helenu voru þó nokkrir farnir að tínast inn í Víkingsheimilið áður en dyrnar að markaðnum voru opnaðar.

Olga Helena fjárfesti í talningavél, í netverslun að sjálfsögðu, fyrir síðasta markað og hefur hún komið að góðum notum í dag og segir hún gaman að fylgjast með streymi gestanna. „Þetta hefur verið mjög þægilegt og það rúmast vel um viðskiptavinina,“ segir Olga Helena.

Um 60 netverslanir taka þátt í markaðnum og er hann opinn til klukkan 17 í dag. Á morgun verður sömuleiðis opið milli klukkan 11 og 17.

Markaður­inn um helg­ina er hugsaður sem hátíð jafnt sem versl­un­ar­viðburður, eins kon­ar sum­ar­hátíð net­versl­ana. Hoppukastali er á svæðinu fyrir börnin og munu íbúar Latabæjar gleðja gesti og gangandi, líkt og í dag.

Nýj­ar versl­an­ir sem hafa ekki verið með áður á markaðnum munu bjóða upp á vör­ur sín­ar um helg­ina í bland við versl­an­ir sem hafa áður tekið þátt. Lista yfir all­ar net­versl­an­irn­ar sem taka þátt má finna á Face­book og meðal vara sem verða í boði eru heim­il­is­vör­ur, fatnaður, skart­grip­ir, barna­vör­ur, íþrótta­vör­ur, skipu­lags­vör­ur, gjafa­vör­ur, um­hverf­i­s­væn­ar vör­ur og fleira.

Sparkhjól og ýmsar aðrar barnavörur eru í boði á sumarmarkaði …
Sparkhjól og ýmsar aðrar barnavörur eru í boði á sumarmarkaði netverslana í Víkingsheimilinu um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson
Íbúar Latabæjar kíktu við og glöddu gesti og gangandi.
Íbúar Latabæjar kíktu við og glöddu gesti og gangandi. mbl.is/Ómar Óskarsson
Um 60 verslanir taka þátt á sumarmarkaði netverslana í Víkingsheimilinu …
Um 60 verslanir taka þátt á sumarmarkaði netverslana í Víkingsheimilinu um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nýj­ar versl­an­ir sem hafa ekki verið með áður á markaðnum …
Nýj­ar versl­an­ir sem hafa ekki verið með áður á markaðnum munu bjóða upp á vör­ur sín­ar um helg­ina í bland við versl­an­ir sem hafa áður tekið þátt. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio