Eintóm ást frá „nördunum“ ef Hatrið mun sigra

Hatari í opnunarpartýinu í gærkvöldi.
Hatari í opnunarpartýinu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvenær er þessi söngvakeppni?“ sagði leigubílstjóri sem skutlaði undirrituðum og ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is frá flugvellinum í Tel Aviv á hótel um miðjan dag á laugardag. Sjálfhverfi Íslendingurinn hafði haldið að allt snerist um keppnina og það voru því ákveðin vonbrigði að komast að því að svo er ekki. Svipuð vonbrigði og þegar börn komast að því að heimurinn snýst ekki í kringum þau, get ég ímyndað mér.

Úr partýinu á laugardagskvöld.
Úr partýinu á laugardagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar leigubílstjóri, sem skutlaði okkur í Norðurlandapartí á laugardagskvöldið, hafði heldur engan sérstakan áhuga á því að tala um söngvakeppnina. Hann var hins vegar mikill aðdáandi knattspyrnumannsins Viðars Arnar Kjartanssonar sem lék um tíma með Maccabi Tel Aviv hér í Ísrael. „Kjartansson. Great player, great player,“ sagði bílstjórinn og horfði dreyminn út um framrúðuna.

Allir að elska Hatara

Allir í Norðurlandapartíinu vissu auðvitað hvenær keppnin fer fram en undanriðill Íslands er á morgun. Flestir þar vita líka meira um keppnina en Víðir Sigurðsson um knattspyrnu og stemningin á laugardagskvöldið var svolítið eins og fyrir leiki Íslands á EM eða HM í knattspyrnu. Eins og sönnum Íslendingi á erlendri grundu sæmir tók ég sérstaklega eftir því hversu vinsælir liðsmenn Hatara voru. Var tilfinningin svona árið 1986 þegar Gleðibankinn fór til Bergen?

Annars virðast „nördarnir“ hér á einu máli um að Hatari komist í úrslit Eurovision en það yrði í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kæmist í úrslit. Flestir þeirra hafa enn fremur trú á því að Ísland lendi í einu af fimm efstu sætunum. Allt bendir til þess að við þurfum að kanna hvar keppnin verður haldin á næsta ári. Hvar á Íslandi meina ég.

Í gærkvöldi slógu liðsmenn Hatara í gegn á rauða dreglinum, sem raunar var appelsínugulur í þetta skiptið. Glensið og gamanið er nú að baki en í kvöld er dómararennsli í undanriðli Íslands, þar sem dómarar gefa lögunum stig. Á morgun er það svo undanriðillinn þar sem fólk heima í stofu kýs sitt uppáhaldslag og vonandi kemst Hatari í úrslitin á laugardag. Annað væri stærri skandall en gengi Gleðibankans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach