Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta

Marta Lovísa Noregsprinsessa birti mynd af sér með nýjum kærasta, …
Marta Lovísa Noregsprinsessa birti mynd af sér með nýjum kærasta, Durek Verrett, á Instagram. skjáskot/Instagram

Marta Lovísa Noregsprinsessa kynnti nýjan kærasta fyrir heiminum á Instagram-síðu sinni um helgina. Heitir sá heppni Durek Verrett og lýsa þau bæði yfir ást sinni á hvort öðru en Marta Lovísa biður fólk um að dæma hann ekki.

„Durek hefur breytt lífi mínu eins og hann gerir fyrir svo marga aðra. Hann hefur gert mér grein fyrir þeirri skilyrðislausu ást sem er til á þessari plánetu. Hann tekur mér opnum örmum án þess að spyrja spurninga eða vera hræddur,“ skrifar Marta Lovísa meðal annars. 

Prinsessan beinir orðum sínum til þeirra sem vilja setja út á kærastann. Hún segist ekki velja sér mann út frá því hvað almenningur vill eða þeim hugmyndum sem hann hefur um hana. Hún velur sér mann út frá ást. 

Durek starfar meðal annars sem andlegur leiðtogi en Marta Lovísa er þekkt fyrir áhuga sinn á andlegum málefnum og stofnaði á sínum tíma englaskóla. Á Instagram-síðu Durek má sjá hann með stjörnum á borð við Gwyneth Paltrow og eiginmanni hennar, Brad Falchuck. 

Marta Lovísa er 47 ára og gift­ist Ara Behn árið 2002 en þau skildu árið 2017. 

View this post on Instagram

When you meet your twin flame, you know. I have been lucky enough to have met mine. @shamandurek has changed my life, like he does with so many. He has made me realize that unconditional love actually exists here on this planet. He embraces all of me without question or fear. He makes me laugh more than anyone, has the most profound wisdom to share and all the bits in between from the diversity of his being. I feel so happy and blessed that he is my boyfriend. Thank you my love, for including me so generously into your family. I love you from this eternity to the next. And to those of you who feel the need to criticize: Hold your horses. It is not up to you to choose for me or to judge me. I don’t choose my man to satisfy any of you or the norms or boxes you have chosen in your mind for me to be in. I don’t thrive there, nor do I exist in your illusion about me. I choose from love. And that’s it. Shaman Durek is merely a man I love spending my time with and who fulfills me. So thank you for respecting my actions and my choice of partner. All I know at this moment is that we love each other and I am super happy. Have a wonderful, loving Sunday and Mother’s Day(for the USA). 📸 @dhendersonphoto #love #unconditionallove #newlove #boyfriend #inlove

A post shared by Princess Märtha Louise (@princessmarthalouise) on May 12, 2019 at 12:52pm PDT

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka