Marta Lovísa Noregsprinsessa kynnti nýjan kærasta fyrir heiminum á Instagram-síðu sinni um helgina. Heitir sá heppni Durek Verrett og lýsa þau bæði yfir ást sinni á hvort öðru en Marta Lovísa biður fólk um að dæma hann ekki.
„Durek hefur breytt lífi mínu eins og hann gerir fyrir svo marga aðra. Hann hefur gert mér grein fyrir þeirri skilyrðislausu ást sem er til á þessari plánetu. Hann tekur mér opnum örmum án þess að spyrja spurninga eða vera hræddur,“ skrifar Marta Lovísa meðal annars.
Prinsessan beinir orðum sínum til þeirra sem vilja setja út á kærastann. Hún segist ekki velja sér mann út frá því hvað almenningur vill eða þeim hugmyndum sem hann hefur um hana. Hún velur sér mann út frá ást.
Durek starfar meðal annars sem andlegur leiðtogi en Marta Lovísa er þekkt fyrir áhuga sinn á andlegum málefnum og stofnaði á sínum tíma englaskóla. Á Instagram-síðu Durek má sjá hann með stjörnum á borð við Gwyneth Paltrow og eiginmanni hennar, Brad Falchuck.
Marta Lovísa er 47 ára og giftist Ara Behn árið 2002 en þau skildu árið 2017.
View this post on InstagramA post shared by Princess Märtha Louise (@princessmarthalouise) on May 12, 2019 at 12:52pm PDT