„Við ætlum okkur að vinna Eurovision“

Matthías Tryggvi og Klemens eftir keppni kvöldsins.
Matthías Tryggvi og Klemens eftir keppni kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það gekk mjög vel, það er óhætt að segja það,“ segir Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, í samtali við mbl.is eftir dómararennslið í fyrri undanriðlinum í Eurovision. Blaðamaður ræddi stuttlega við Klemens og hinn djúpraddaða Matthías Tryggva Haraldsson eftir afar góða frammistöðu þeirra í kvöld.

„Við fylgdum dagskránni sem okkur var íhlutað frá Svikamyllu ehf. og það fór allt samkvæmt áætlun,“ bætir Klemens við.

Matthías tekur undir orð félaga síns. „Áætlunin gengur smurt og við höldum ótrauðir áfram.“

Spurðir hvort þeir séu sigurvissir, eða í það minnsta vissir um að komast áfram úr fyrri undanriðlinum eftir frammistöðu kvöldsins, stendur ekki á svari hjá Matthíasi:

„Við ætlum okkur að vinna Eurovision 2019.“

Söngvararnir ræða við blaðamann í kvöld.
Söngvararnir ræða við blaðamann í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðrir keppendur yndislegir

Dagurinn í dag var langur en Hatari lagði af stað frá hóteli sínu í Tel Aviv í Expo-höllina, þar sem Eurovision fer fram, klukkan 13:30 og komu til baka rétt fyrir klukkan tvö eftir miðnætti að staðartíma. Þeir segjast hafa nýtt tímann í dag og rætt við aðra keppendur og Matthías segir að ástralski keppandinn, Kate Miller-Heidke, sé skemmtilegur.

„Þau eru öll yndisleg og við höfum náð að setjast niður og tala um að knésetja kapítalismann með flestum. Þau styðja okkar baráttu,“ segir Klemens.

Atkvæði dómara á dómararennslinu í dag gilda jafnt til móts við atkvæði almennings, sem kýs eftir sjónvarpsútsendinguna annað kvöld. Spurðir hvort aðdáendur Hatara gætu átt von á svipaðri frammistöðu hjá þeim á morgun segir Klemens að fólk verði bara að bíða og sjá.

„Við munum halda áfram að standa okkur eftir bestu getu og styðja við einkarekna fjölmiðla í leiðinni,“ segir Matthías.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar