„Þetta eru ofdekraðir krakkar“

Moshe Melman segir þrátt fyrir allt vera nokkuð hrifinn af …
Moshe Melman segir þrátt fyrir allt vera nokkuð hrifinn af lagi Hatara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísraelski blaðamaðurinn Moshe Melman er langt því frá hrifinn af yfirlýsingum og boðskap Hatara. Hann segir hljómsveitina sýna Ísrael vanvirðingu og segir liðsmenn sveitarinnar „ofdekraða krakka“.

Hann segir að ekki eigi að nota keppnina í pólitískum tilgangi og að allt tal um sniðgöngu sé fáránlegt. Hann er ekki hrifinn af orðbragði Hatra.

„Eurovision er söngvakeppni. Þegar þú kemur í land eða samfélag verður þú að sýna landinu virðingu. Mér þykir leiðinlegt að segja það en þetta er hljómsveit full af ofdekruðum krökkum,“ segir Melman og bendir á að foreldrar liðsmanna Hatara hafi unnið í utanríkisþjónustunni:

„Það sem ég hef áhyggjur af er stefna Íslands. Ég veit ekki hvað þeir eru að kenna.“

Hatari á sviðinu í gær.
Hatari á sviðinu í gær. mbl.is/Eggert

Vill ekki að neinn verði rekinn úr keppninni

Hann segist hafa sent bréf til Íslands þar sem hann spurði hvers vegna ríkisstjórn Íslands brygðist ekki við. Hún væri ábyrg fyrir því ef yfirlýsingar hljómsveitarinnar væru of pólitískar sem ylli því að hún yrðu reknir úr keppni.

„Ég vil ekki að neinn verði rekinn úr keppni. Við erum opin fyrir skoðunum hvers sem er en lágmarkið er að virða landið sem þú heimsækir og heldur keppnina. Þeir gleyma því að þeir eru ekki bara hljómsveitin, þeir eru fulltrúar Íslands í Eurovision.“

Ósáttur við „glímuummælin“

Hann segir að tal hans um meint virðingarleysi Hatara snúi ekki beint að ummælum þeirra um Palestínu, sem hljómsveitin hefur lýst yfir stuðningi við. „Þeir verða að virða landið sem heldur keppnina. Við hunsum ekki mál tengd Palestínu. Ímyndaðu þér að ég myndi fara og gera lítið úr forsætisráðherra Íslands,“ segir Melman og bendir á ummæli Hatara sem skoruðu á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í glímu.

„Þetta eru ofdekraðir krakkar,“ ítrekar Melman.

Þrátt fyrir þetta segist Melman vera nokkuð hrifinn af laginu „Hatrið mun sigra.“ 

„Lagið minnir á mig á Lordi frá Finnlandi,“ segir Melman en Lordi vann Eurovision árið 2006.

Hann hefur áhyggjur af því að Hatari notfæri sér blaðamannafund að lokinni keppni í kvöld til að koma á framfæri pólitískum yfirlýsingum. „Það yrði mjög vandræðalegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup