„Þeir virðast vera ljúfir drengir“

Hatari á sviðinu í kvöld.
Hatari á sviðinu í kvöld. AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar liðsmönnum Hatara til hamingju með þann góða árangur að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár.

„Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til. Nú er bara að vona að lukkan verði Hatara hliðholl í úrslitakeppninni sjálfri á laugardaginn,“ skrifar Guðni á Facebook í kvöld.

Hann bætir við að um næstu helgi verði hann og Eliza Reid forsetafrú stödd í Winnipeg í Kanada, að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

„Við munum að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan