„Þeir virðast vera ljúfir drengir“

Hatari á sviðinu í kvöld.
Hatari á sviðinu í kvöld. AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar liðsmönnum Hatara til hamingju með þann góða árangur að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár.

„Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til. Nú er bara að vona að lukkan verði Hatara hliðholl í úrslitakeppninni sjálfri á laugardaginn,“ skrifar Guðni á Facebook í kvöld.

Hann bætir við að um næstu helgi verði hann og Eliza Reid forsetafrú stödd í Winnipeg í Kanada, að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

„Við munum að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir