Allt samkvæmt áætlun í Júró-landi í gærkvöldi

Auðvitað flaug okkar fólk upp úr fyrri undanriðlinum í Eurovision-söngvakeppninni hér í Tel Aviv í gærkvöldi. Auðvitað segi ég núna og læt eins og ég hafi verið sallarólegur yfir þessu öllu saman. Það er allt saman haugalygi.

Tilfinningin í blaðamannaaðstöðunni á meðan keppnin fór fram í gærkvöldi var svipuð og þegar ég var staddur á leik Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu fyrir þremur árum. Blanda af spennu, stressi og ógleði. Í lokin var gleðin síðan ósvikin.

Það verður að segjast alveg eins og er að seinni undanriðillinn í keppninni í ár er mun sterkari. Þar eru til að mynda framlög Svíþjóðar, Rússlands og Hollands sem sérfræðingar telja sigurstranglegust í ár. Það hefði því verið reginhneyksli ef Hatari hefði ekki komist áfram í úrslitin.

Að venjast laginu

Spurningin er núna hvernig Evrópubúar venjast laginu í vikunni. Ef ég miða við persónulega reynslu fólks í kringum mig þá hljómaði lagið „Hatrið mun sigra“ vel í fyrstu hlustun en enn betur næstu skipti. Hugurinn fer á flug og allt í einu erum við komin í Kórinn næsta vor þar sem Gísli Marteinn býður fólk velkomið á „Eurovision Song Contest in Reykjavík“ og allt verður brjálað í Kópavogi.

Vonum það besta

Ég geri nú ekki ráð fyrir því að Hatari vinni Eurovision, jafnvel þótt Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara hljómsveitarinnar, hafi sagt það markmiðið í viðtali við mig eftir dómararennslið á mánudagskvöld. Skiljanlega er það markmiðið, enginn fer í keppni til að tapa, en sem stuðningsmaður Tottenham veit ég vel að oftast stendur mitt lið ekki uppi sem sigurvegari. Ég er vanur miklum væntingum og vonbrigðum í kjölfarið. Samt er ég ekki að segja að það verði vonbrigði ef Hatari endar til að mynda í fimmta sæti í úrslitunum en hvet samt alla til að vona það besta og búast við hinu versta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir