Kallaði Hatara „viðundrasýningu“

Frá blaðamannafundi Hatara í gær.
Frá blaðamannafundi Hatara í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ónefnd ísraelsk blaðakona kom upp að vefbloggurum ESCunited, þar sem þeir voru í beinni útsendingu á Youtube eftir dómararennsli í dag, og gerði lítið úr atriði Hatara.

Matt Fredericks og Zack Kerr voru að fara yfir frammistöðu laganna sem keppa í seinni undanriðlinum á morgun þegar konan kom og spurði þá nokkurra spurninga.

Fyrst spurði hún aðeins um Ísrael og keppnina í ár áður en hún sneri sér að íslenska atriðinu. 

„Sástu atriði Íslands, viðundrasýninguna [e. freak show]? Varstu hrifinn af því?“ sagði konan við Fredericks. „Það hræddi mig,“ bætti hún við.

„Ég hef séð atriðið áður og er vanur því en það hræðir mig ekki,“ sagði Fredericks. Hann bætti því við að Hatari hefði heillað hann upp úr skónum.

„Ekki vera eins og hún, sýnið listamönnunum virðingu,“ sagði Kerr þegar konan hafði yfirgefið þá.

Atvikið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan eftir þrjár klukkustundir og rétt tæpar 25 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson