Segja Eurovision vanhelga hvíldardaginn

Rabbínin Chaim Kanievsky er 93 ára og einn af helstu …
Rabbínin Chaim Kanievsky er 93 ára og einn af helstu leiðtogum strangtrúaðara gyðinga. Hann hefur skrifað harðorðan pistil þar sem hann gagnrýnir skipuleggjendur Eurovision fyrir að neyða gyðinga til að vinna á hvíldardaginn við undirbúning úrslitakvöldsins. AFP

Strangtrúaðir leiðtogar gyðinga lýsa yfir óánægju yfir því að úrslitakvöld Eurovision sé haldið í kjölfar hvíldardags gyðinga og segja þeir fjölda gyðinga vera neydda til að vinna að undirbúningi keppninnar á hvíldardeginum.

Hvíldardagur gyðinga, sabbat, hefst við sólsetur á föstudegi og stendur til sólarlags á laugardegi. Hvíldardagurinn verður því liðinn þegar keppnin hefst, klukkan 22 að staðartíma á laugardagskvöld, en hópur rabbína bendir á að undirbúningurinn nái hámarki á sjálfan hvíldardaginn, þegar gyðingar eiga að leggja niður störf og eiga samverustund með fjölskyldunni.

Hvíldardegi gyðinga, sabbat, verður nýlokið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram …
Hvíldardegi gyðinga, sabbat, verður nýlokið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram á laugardagskvöld. Hópur rabbína segir skipuleggjendur Eurovision vanhelga hvíldardaginn með því að láta gyðinga vinna að undirbúningi keppninnar á sjálfan hvíldardaginn. AFP

„Skipuleggjendur Eurovision vanhelga heilagan og dýrðlegan hvíldardag okkar, opinberlega og með æpandi hætti, Guð varðveiti okkur,“ segir rabbíninn Chaim Kanievsky í pistli sem Times of Israel fjallar um. Kanievsky, sem er 93 ára og einn af helstu leiðtogum strangtrúaðara gyðinga, hvetur gyðinga til að fjölmenna í sýnagógur á föstudagskvöld þegar guðsþjónustur eru haldnar í tilefni af sabbat.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bregst við ósætti rabbínana með yfirlýsingu þar sem hann segir að það sé ekki ætlun ísraelskra stjórnvalda að vanvirða hvíldardaginn. Hann bendir á að flestir þátttakendur Eurovision séu erlendir og ekki gyðingatrúar.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að það sé ekki ætlun …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að það sé ekki ætlun ísraelskra stjórnvalda að vanhelga hvíldardaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson