Gerir Hatari eitthvað afgerandi á laugardag?

Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara.
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir frekar rólegan dag í gær verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hatara í dag. Þeir verða til viðtals við marga af stærstu fjölmiðlum heims, þar á meðal CNN og BBC. Þegar tveir dagar eru í úrslit Eurovision er enn kallað eftir því að hljómsveitin mótmæli stjórnvöldum í Ísrael.

Í kvöld ræðst hvaða tíu lög komast áfram úr seinni undanriðlinum en á meðal þátttökuþjóða eru frændur okkar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Riðillinn í kvöld þykir sterkari en riðill Íslands á þriðjudag en auk áðurnefndra landa er þar að finna sigurstranglegasta lag keppninnar; framlag Hollands.

Á meðan undanriðillinn fer fram munu Hatarar ræða við erlenda fjölmiðla. Ýmsir aðdáendur þeirra heima á Íslandi bíða eftir því að hljómsveitin tali hreint út um stöðuna í Ísrael og Palestínu.

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fjallaði til að mynda um málið á Facebook í gær. Hann sagði keppnina auðvitað rammpólitíska og að þjóðir eins og Ísrael notfæri sér hana til að fegra ímynd sína. 

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, fyrir miðju.
Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, fyrir miðju. Skjáskot

Fram kemur í athugasemdum við færslu Jóns að vonir standi til að Hatari geri eitthvað afgerandi í úrslitunum á laugardag.

Heldur hefur dregið úr ummælum Hatara varðandi ástandið hér í Ísrael og Palestínu síðustu daga eftir að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, tók þá á teppið og herti á ólinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir