Hatari er árið 2027

William Lee Adams í blaðamannahöllinni í Tel Aviv.
William Lee Adams í blaðamannahöllinni í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Íslenska atriðið er lík­lega mitt upp­á­halds í ár,“ seg­ir William Lee Adams, stofn­andi og rit­stjóri vefjar­ins Wiwi­bloggs, í sam­tali við mbl.is. Vef­ur­inn fjall­ar um Eurovisi­on en Adams tel­ur að nokk­ur lög geti unnið keppn­ina í ár.

Adams skipt­ir lög­un­um í tvo hópa. Ann­ars veg­ar eru það lög­in sem hann tel­ur lík­legt að vinni og hins veg­ar lög, eða lag, sem hann vill að vinni en er ekki viss um að geti það.

„Hol­land á best­an mögu­leika eins og staðan er núna. Lagið er mjög út­varps­vænt og rödd Duncan Laurence hljóm­ar eins og hann sé banda­rísk popp­stjarna,“ seg­ir Adams en veðbank­ar telja fram­lag Hol­lend­inga, „Arca­de“, sig­ur­strang­leg­ast í ár.

Adams nefn­ir einnig Frakk­land og Rúss­land sem sig­ur­strang­leg í keppn­inni. 

Rúss­neskt sjarmatröll

„Ser­gey Lazarev er sjarmatröll,“ seg­ir Adams en Lazarev er að taka þátt í annað sinn á fjór­um árum fyr­ir Rúss­land. Lag­inu „Scream“ er spáð góðu gengi og Adams tel­ur atriðið frá­bært á sviði.

„Þeir sem greiða at­kvæði í aust­ur­hluta Evr­ópu er hrifn­ir af drama eins og hann býður upp á. Það má held­ur ekki gleyma því að hann er stjórn­stjarna hjá rúss­nesku­mæl­andi og það fólk mun kjósa Rúss­land.“

Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, á blaðamannafundi eftir undanriðilinn á …
Klem­ens Hannig­an, ann­ar söngv­ara Hat­ara, á blaðamanna­fundi eft­ir und­anriðil­inn á þriðju­dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ísland myndi halda frá­bæra keppni“

Þegar Adams er beðinn um að nefna lög sem hann er hrif­inn af en tel­ur ólík­legri sig­ur­veg­ara nefn­ir hann sitt upp­á­halds atriði; Hat­ara. „Þeir eru svo ein­stak­ir og öðru­vísi. Vanda­málið fyr­ir þá er að þeir eru ef til vill á und­an sinni samtíð. Hat­ari er árið 2027 en árið er 2019,“ seg­ir Adams og held­ur áfram:

„Ég elska þá og held að Ísland myndi halda frá­bæra keppni. Marg­ir Eurovisi­on-aðdá­end­ur vilja að Ísland vinni. Þið hafið verið ná­lægt því áður, eins og þegar Jó­hanna Guðrún og Selma lentu í öðru sæti. Við erum öll að bíða. Ég vil að Hat­ari vinni. Ég held að Hat­ari kveiki í mörg­um en ég held líka að marg­ir hríf­ist ekki með.“

Adams bend­ir á að ein­hverj­ir hafi líkt Hat­ara við Lordi frá Finn­landi sem vann Eurovisi­on árið 2006. „Þeir voru hræðileg skrímsli en all­ir vissu að það voru grím­ur og gervi. Liðsmenn Hat­ara leika hlut­verk sitt hins veg­ar svo vel að maður trú­ir því að þetta sé í al­vöru. Ef þú átt­ar þig ekki á brand­ar­an­um gæt­irðu orðið smeyk­ur,“ seg­ir Adams og bæt­ir því við að lag Hat­ara krefj­ist þess að fólk hugsi.

Fal­leg skila­boð, skreytt í leður

Hann seg­ir að marg­ir átti sig ekki á því að lagið sé um hvað gæti gerst ef við erum ekki vak­andi. „Það er synd því þetta eru fal­leg skila­boð, skreytt í leður. Ég er ánægður að þeir syngja á ís­lensku og það ger­ir það líka sér­stakt því fólk hugs­ar með sér: „hvað eru þeir að segja?““ seg­ir Adams og hlær.

Adams er fljót­ur að slá áhyggj­ur blaðamanns af borðinu þess efn­is að veðurfar á Íslandi um miðjan maí henti ekki Eurovisi­on-keppni. „Við vilj­um fara til lands­ins henn­ar Bjark­ar. Fólk heyr­ir mikið um Ísland en veit lítið,“ seg­ir Adams og bæt­ir við að marg­ir viti bara um hrunið og Eyja­fjalla­jök­ul.

„Við þurf­um að sjá meira af land­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason