Trump rauf útsendingu Hatara

Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan í viðtalinu við CNN.
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan í viðtalinu við CNN. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stíf fjölmiðladagskrá hefur verið hjá liðsmönnum Hatara í Tel Aviv í dag, en athyglisverð staða kom upp þegar rætt var við þá í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN.

Í miðju viðtali við þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, rofnaði útsendingin og í staðinn fór útsending í loftið frá fundi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Ueli Maurer forseta Sviss.

Voru liðsmenn Hatara beðnir afsökunar á truflun Bandaríkjaforseta þegar aftur náðist samband við Tel Aviv, en í kjölfarið voru þeir spurðir út í það hvort þeir myndu taka upp á einhverju óvæntu á sviðinu í úrslitum á laugardag.

„Við viljum ekki segja frá áætlunum okkar á þessum tímapunkti, þar sem þær gætu verið túlkaðar pólitískt. En við viljum viðhalda gagnrýnni umræðu, enda er mjög pólitískt að keppnin sé haldin hér,“ sagði Matthías, en er eitthvað sem þeir hafa séð í Ísrael sem hefur breytt þeirra pólitísku skoðun?

„Að sjá daglegt líf og tala við heimafólk sér maður allar fyrirsagnirnar um ástandið í réttu samhengi. Við viljum að fólk sé meðvitað um pólitíkina sem er í gangi. Friður og sameining í anda Eurovision er nú í gangi í landi þar sem slíkt er ekki auðfundið,“ sagði Matthías.

Þá var minnst á að þeir hefðu skorað Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael, á hólm í íslenskri glímu, en því boði hafi ekki verið svarað. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Stíf fjölmiðladagskrá hefur verið hjá liðsmönnum Hatara í dag.
Stíf fjölmiðladagskrá hefur verið hjá liðsmönnum Hatara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson