Leitartölur spá Íslandi öðru sæti

Hér má sjá hvaðan stigin til Íslands berast ef marka …
Hér má sjá hvaðan stigin til Íslands berast ef marka má þessa forspá. Skjáskot/Google Trends

Hægt er að mæla vinsældir laga í Eurovision á fjölbreyttari hátt en að líta til stiga sem gefin eru á lokakvöldinu sjálfu. Á þeirri tækniöld sem við búum á er möguleiki að sjá hvaða lögum er mest leitað að á alnetinu. Googletrends tók saman hversu oft hvert land sem keppir í Eurovision, en þau eru 41 talsins og hafa öll atkvæðisrétt, leitaði að lögum annarra landa og kom í ljós að næstmest hafði verið leitað að framlagi Íslands, laginu Hatrið mun sigra í flutningi hljómsveitarinnar Hatara. 

Google trends er vefur sem tekur saman hversu oft leitað er að einhverju ákveðnu á leitarvél Google.

Það er skemmst frá því að segja að ef stigin í keppninni sjálfri væru mæld með þessum hætti þá myndi framlag Íslendinga hreppa annað sæti keppninnar en Frakkland fyrsta sætið og Rússland hið þriðja. Ef miðað er við hið fræga tólf stiga kerfi keppninnar í þessu samhengi fengi Ísland tólf stig frá Englandi, frændum sínum í Noregi og Danmörku, Hollandi, Póllandi, Möltu og Ítalíu. 

Hér má sjá hvernig Ísland mun útdeila sínum stigum ef …
Hér má sjá hvernig Ísland mun útdeila sínum stigum ef marka má forspá Google. Skjáskot/Google Trends

Ef miðað er við þessar leitartölur myndi Ísland útdeila sínum stigum með þeim hætti að Ítalía fengi eitt stig, Þýskaland tvö stig, Svíþjóð þrjú, Tékkland fjögur, Sviss fimm, Holland sex, San Marínó sjö, Kýpur átta, Hvíta Rússland tíu og Frakkland tólf. 

Framlag Ísraels er óvinsælast í leit á netinu, framlag Möltu fylgir Ísrael fast á hæla og þar á eftir Danmörk og Noregur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka