Jóhann Ólafsson
skrifar frá Tel Aviv
Norðmenn kröfðust þess að fá að flytja lag Spirit In The Sky aftur á dómararennsli úrslitanna í Eurovision í kvöld vegna þess að einn myndatökumaður fór ekki af sviðinu á tilsettum tíma. Beiðni þeirra var hafnað.
Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í kvöld.
EBU hafnaði beiðni Norðmanna en ekki var að sjá að flytjendurnir létu þessa óvæntu uppákomu slá sig út af laginu því atriðið þeirra í Expo-höllinni í Tel Aviv heppnaðist vel.