Hvíta-Rússland rekið úr dómnefnd

Framlag Hvíta-Rússlands er Like it með Zenu
Framlag Hvíta-Rússlands er Like it með Zenu Skjáskot/YouTube

Öllum fulltrúum Hvíta-Rússlands í dómnefnd Eurovision hefur verið vísað úr nefndinni eftir að þeir greindu frá því hvernig atkvæðum þeirra hafði verið varið í undankeppninni í vikunni. Slíkt er brot á reglum Eurovision. Það má ekki greina frá þessum atkvæðum fyrr en að aðalkeppni lokinni.

Eurovoix greinir frá þessu.

„Atkvæðin úr dómnefnd Hvíta-Rússlands voru gerð opinber í viðtali, sem brýtur gegn reglum keppninnar. Til þess að fylgja þeim eftir hefur EBU [Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva] gripið til aðgerða og vísað hvítrússnesku dómnefndinni úr allsherjardómnefndinni fyrir lokakvöldið á laugardag,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar.

„Heildarniðurstaða, sem stjórnendur samþykkja, verður notuð til að ákvarða hverjum atkvæði Hvítrússa verða úthlutuð,“ segir jafnframt. Ekki liggur fyrir hvernig þeim útreikningi verður háttað.

Ein úr hvítrússnesku nefndinni hafði fullyrt að hún hafði gefið Íslandi mínus í undankeppninni, þannig að þessar fréttir kunna að vera góðar fyrir Íslendinga, þar sem hennar atkvæði verður ekki til að dreifa í kvöld. Atkvæðagreiðsla hvítrússnesku dómnefndarinnar hafa auk þess sögulega ekki verið Íslendingum hliðholl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir