Liðsmenn Hatara veifuðu palestínska fánanum þegar þeir fögnuðu stigagjöfinni sem þeir fengu í símakosningunni í Eurovision-keppninni rétt í þessu.
Gísli Marteinn Baldursson þulur sagði að uppákoman eigi eftir að hafa eftirmála.
“Go to commercial! I repeat go to commercial!” #12stig #ISL pic.twitter.com/mbQwLKrROS
— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) May 18, 2019
Cut cut cut! #hatari #12stig pic.twitter.com/lD75MEzUgv
— Einar Þór Gústafsson (@einargustafsson) May 18, 2019
Hatari voru ekki einu flytjendur kvöldsins sem vísuðu til Palestínu. Í lok flutnings Madonnu mátti sjá tvo dansara ganga hönd í hönd og á baki þeirra voru annars vegar fáni Ísrael og hins vegar fáni Palestínu. Fljótlega eftir það gaf Eurovision út að það hefði ekki verið gert með vitund keppninnar.