„Norðmönnum finnst þeir sviknir“

Eurovision-pallborð norska ríkisútvarpsins NRK. Lengst til vinstri sést okkar maður, …
Eurovision-pallborð norska ríkisútvarpsins NRK. Lengst til vinstri sést okkar maður, Per Andre Sundnes. Hinir eru (f.v.) Ulrikke Brandstorp, Marte Stokstad, Ingeborg Heldal og Morten Hegsted. Ljósmynd/NRK Julia Maria Naglestad

„Ég er mesti fjandans Eurovision-sérfræðingur í heiminum!“ svarar norðmaðurinn Per Andre Sundnes þegar blaðamaður mbl.is slær á þráðinn yfir hafið og spyr hvort hann sé ekki að tala við mesta Eurovision-sérfræðing Norðmanna. Eins og flestir aðrir Norðmenn situr Sundnes heima með sárt ennið eftir gærkvöldið þar sem norsku Eurovision-fararnir enduðu með flest stig í símakosningu Eurovision-söngvakeppninnar, þrjátíu stigum ofar en sigurvegararnir Hollendingar, en höfnuðu í fimmta sæti keppninnar eftir að stigagjöf dómnefnda hafði verið reiknuð við. 

Sundnes eyddi morgninum í að svara símtölum norskra fjölmiðla og nú spyr heimspressan sömu spurninga: Hvernig líður Norðmönnum með meðferðina?

„Ég er ekki tapsár“

„Þeim finnst þeir hafa verið sviknir. Þeim finnst þeir vera sviknir vegna dómnefndakerfisins,“ segir Sundnes um tilfinningar samlanda sinna. „Þegar Eurovision var opnuð fyrir „Nýju-Evrópu“ og Ástralíu var haldið að þeir myndu ná jafnvægi með því að hafa dómnefndir. En hverjir eru í dómefndunum?“ segir Sundnes og bendir á að dómnefndirnar hafi verið andstyggilegar í garð Norðmanna og Íslendinga, og segist eðlilega vera svekktur. „Við hefðum unnið keppnina ef dómnefndirnar hefðu ekki verið til staðar.“

Norðmenn hefðu átt sannfærandi sigri að fagna ef ekki hefði …
Norðmenn hefðu átt sannfærandi sigri að fagna ef ekki hefði verið fyrir dómarakerfið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðspurður segist Sundnes þó ekki vera á þeirri ótvíræðu skoðun að dómnefndakerfið eigi að leggja niður að öllu leyti. „Mér finnst að við eigum að ræða það. Ég er ekki ósveigjanlegur og ég er ekki tapsár. Ég hef verið að ræða þetta í mörg ár,“ segir hann og segist hafa komið að dómnefndinni í fyrra. Hann hafi oft spurt sig á þeim tíma: „Hvers vegna er þetta fólk hér?“

„Farðu og athugaðu íslensku dómnefndina. Hverjir eru það? Eru þau hæfasta fólkið?“ spyr Sundnes og blaðamaðurinn á hinum enda línunnar hrekkur í kút, enda hefur hann ekki hugmynd um hverjir voru í íslensku dómnefndinni í ár eða hvaða hæfnisnefnd skipaði hana. 

Þá minnist Sundnes á eðli söngvakeppninnar, og að því hafi verið breytt með tilkomu dómarakerfisins og dómararennslanna. „Eðli raunveruleikaþátta er að þeir gerast í nútíðinni. Núna, núna, núna. Og Norðmenn vinna þá keppni. En síðan eru komin dómararennsli sem gerast áður,“ segir Sundnes en eins og flestir vita þurfa keppendur að sýna atriði sín fyrir dómnefndum kvöldi áður en sjónvarpsútsendingin á sér stað. 

Hollenski sigurvegarinn Duncan Laurence kyssir verðlaunagripinn eftir að hafa stolið …
Hollenski sigurvegarinn Duncan Laurence kyssir verðlaunagripinn eftir að hafa stolið sigrinum frá Norðmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elskaði íslenska atriðið 

Eðlilega berst samtalið að Íslendingum og segir Sundnes spurður um hópinn sem flest hatar:„Mér finnst það sem Ísland gerði í ár vera það besta sem hefur komið frá ykkur í mörg, mörg, mörg ár.“ Bætir hann við að hann hafi þurft að tala máli Hatara meðal sambýlisfólks síns. „Ég sagði fólki bara að þetta væri það sem þetta snýst allt um.“

Hróður Hatara hefur borist víða. Meira að segja inn á …
Hróður Hatara hefur borist víða. Meira að segja inn á heimili Per Andre Sundnes. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá segist hann hafa verið ánægður með uppátæki Hatara þegar þeir veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingunni í gærkvöld. „Þeir lofuðu okkur því. Ég hefði orðið fyrir vonbrigðum ef það hefði ekki komið,“ segir Sundnes glaður í bragði. 

„Minn stærsti draumur er að keppnin verði haldin á Íslandi,“ segir Sundnes að síðustu, og svarar blaðamaður á þá leið að hann eigi þann draum sameiginlegan með mörgum Íslendingum. „Ég held þið séuð á góðri vegferð. Þetta er það besta sem þið hafið komið með í langan tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson