„Norðmönnum finnst þeir sviknir“

Eurovision-pallborð norska ríkisútvarpsins NRK. Lengst til vinstri sést okkar maður, …
Eurovision-pallborð norska ríkisútvarpsins NRK. Lengst til vinstri sést okkar maður, Per Andre Sundnes. Hinir eru (f.v.) Ulrikke Brandstorp, Marte Stokstad, Ingeborg Heldal og Morten Hegsted. Ljósmynd/NRK Julia Maria Naglestad

„Ég er mesti fjand­ans Eurovisi­on-sér­fræðing­ur í heim­in­um!“ svar­ar norðmaður­inn Per Andre Sund­nes þegar blaðamaður mbl.is slær á þráðinn yfir hafið og spyr hvort hann sé ekki að tala við mesta Eurovisi­on-sér­fræðing Norðmanna. Eins og flest­ir aðrir Norðmenn sit­ur Sund­nes heima með sárt ennið eft­ir gær­kvöldið þar sem norsku Eurovisi­on-far­arn­ir enduðu með flest stig í síma­kosn­ingu Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar, þrjá­tíu stig­um ofar en sig­ur­veg­ar­arn­ir Hol­lend­ing­ar, en höfnuðu í fimmta sæti keppn­inn­ar eft­ir að stiga­gjöf dóm­nefnda hafði verið reiknuð við. 

Sund­nes eyddi morgn­in­um í að svara sím­töl­um norskra fjöl­miðla og nú spyr heim­spress­an sömu spurn­inga: Hvernig líður Norðmönn­um með meðferðina?

„Ég er ekki taps­ár“

„Þeim finnst þeir hafa verið svikn­ir. Þeim finnst þeir vera svikn­ir vegna dóm­nefnda­kerf­is­ins,“ seg­ir Sund­nes um til­finn­ing­ar samlanda sinna. „Þegar Eurovisi­on var opnuð fyr­ir „Nýju-Evr­ópu“ og Ástr­al­íu var haldið að þeir myndu ná jafn­vægi með því að hafa dóm­nefnd­ir. En hverj­ir eru í dóm­efnd­un­um?“ seg­ir Sund­nes og bend­ir á að dóm­nefnd­irn­ar hafi verið and­styggi­leg­ar í garð Norðmanna og Íslend­inga, og seg­ist eðli­lega vera svekkt­ur. „Við hefðum unnið keppn­ina ef dóm­nefnd­irn­ar hefðu ekki verið til staðar.“

Norðmenn hefðu átt sannfærandi sigri að fagna ef ekki hefði …
Norðmenn hefðu átt sann­fær­andi sigri að fagna ef ekki hefði verið fyr­ir dóm­ara­kerfið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Aðspurður seg­ist Sund­nes þó ekki vera á þeirri ótví­ræðu skoðun að dóm­nefnda­kerfið eigi að leggja niður að öllu leyti. „Mér finnst að við eig­um að ræða það. Ég er ekki ósveigj­an­leg­ur og ég er ekki taps­ár. Ég hef verið að ræða þetta í mörg ár,“ seg­ir hann og seg­ist hafa komið að dóm­nefnd­inni í fyrra. Hann hafi oft spurt sig á þeim tíma: „Hvers vegna er þetta fólk hér?“

„Farðu og at­hugaðu ís­lensku dóm­nefnd­ina. Hverj­ir eru það? Eru þau hæf­asta fólkið?“ spyr Sund­nes og blaðamaður­inn á hinum enda lín­unn­ar hrekk­ur í kút, enda hef­ur hann ekki hug­mynd um hverj­ir voru í ís­lensku dóm­nefnd­inni í ár eða hvaða hæfn­is­nefnd skipaði hana. 

Þá minn­ist Sund­nes á eðli söngv­akeppn­inn­ar, og að því hafi verið breytt með til­komu dóm­ara­kerf­is­ins og dóm­ar­ar­ennsl­anna. „Eðli raun­veru­leikaþátta er að þeir ger­ast í nútíðinni. Núna, núna, núna. Og Norðmenn vinna þá keppni. En síðan eru kom­in dóm­ar­ar­ennsli sem ger­ast áður,“ seg­ir Sund­nes en eins og flest­ir vita þurfa kepp­end­ur að sýna atriði sín fyr­ir dóm­nefnd­um kvöldi áður en sjón­varps­út­send­ing­in á sér stað. 

Hollenski sigurvegarinn Duncan Laurence kyssir verðlaunagripinn eftir að hafa stolið …
Hol­lenski sig­ur­veg­ar­inn Duncan Laurence kyss­ir verðlauna­grip­inn eft­ir að hafa stolið sigr­in­um frá Norðmönn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Elskaði ís­lenska atriðið 

Eðli­lega berst sam­talið að Íslend­ing­um og seg­ir Sund­nes spurður um hóp­inn sem flest hat­ar:„Mér finnst það sem Ísland gerði í ár vera það besta sem hef­ur komið frá ykk­ur í mörg, mörg, mörg ár.“ Bæt­ir hann við að hann hafi þurft að tala máli Hat­ara meðal sam­býl­is­fólks síns. „Ég sagði fólki bara að þetta væri það sem þetta snýst allt um.“

Hróður Hatara hefur borist víða. Meira að segja inn á …
Hróður Hat­ara hef­ur borist víða. Meira að segja inn á heim­ili Per Andre Sund­nes. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá seg­ist hann hafa verið ánægður með uppá­tæki Hat­ara þegar þeir veifuðu palestínsk­um borðum í sjón­varps­út­send­ing­unni í gær­kvöld. „Þeir lofuðu okk­ur því. Ég hefði orðið fyr­ir von­brigðum ef það hefði ekki komið,“ seg­ir Sund­nes glaður í bragði. 

„Minn stærsti draum­ur er að keppn­in verði hald­in á Íslandi,“ seg­ir Sund­nes að síðustu, og svar­ar blaðamaður á þá leið að hann eigi þann draum sam­eig­in­leg­an með mörg­um Íslend­ing­um. „Ég held þið séuð á góðri veg­ferð. Þetta er það besta sem þið hafið komið með í lang­an tíma.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Straumarnir eru góðir og aðrir sækjast eftir félagsskap þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Straumarnir eru góðir og aðrir sækjast eftir félagsskap þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell