Ekkert mál fyrir Hatara

Fulltrúar Íslands í Eurovision eru á heimleið og var ekkert mál fyrir Hatara-hópinn að fara í gegnum eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv að sögn Felix Bergssonar, fararstjóra íslenska Eurovision-hópsins. Flugvél íslenska hópsins var að fara í loftið frá Ben Gurion-flugvelli nú á áttunda tímanum.

Norskur dansari úr föruneyti söngkonunnar Madonnu sætti yfirheyrslum í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum í Tel Aviv í gær en Mona Berntsen bar þjóðfána Palestínu á baki sér og sýndi hann í dans­atriði Madonnu í söngv­akeppn­inni á laugardag.

Ekki er óalgengt að fólk lendi í löngum yfirheyrslum á ísraelskum flugvöllum þegar það yfirgefur landið.

Líkt og fram kom í frétt mbl.is árið 2006 var Dor­rit Moussai­eff, þáverandi for­setafrú, stöðvuð af ísra­elskri lög­reglu á Ben Guri­on-flug­velli í Ísra­el, þegar hún hugðist halda þaðan að lok­inni þriggja daga dvöl í land­inu. Var Dor­rit kyrr­sett á vell­in­um í tæp­ar tvær klukku­stund­ir áður en hún fékk að fara úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir