Ekkert mál fyrir Hatara

Full­trú­ar Íslands í Eurovisi­on eru á heim­leið og var ekk­ert mál fyr­ir Hat­ara-hóp­inn að fara í gegn­um eft­ir­lit á flug­vell­in­um í Tel Aviv að sögn Fel­ix Bergs­son­ar, far­ar­stjóra ís­lenska Eurovisi­on-hóps­ins. Flug­vél ís­lenska hóps­ins var að fara í loftið frá Ben Guri­on-flug­velli nú á átt­unda tím­an­um.

Norsk­ur dans­ari úr föru­neyti söng­kon­unn­ar Madonnu sætti yf­ir­heyrsl­um í tæp­ar tvær klukku­stund­ir á flug­vell­in­um í Tel Aviv í gær en Mona Berntsen bar þjóðfána Palestínu á baki sér og sýndi hann í dans­atriði Madonnu í söngv­akeppn­inni á laug­ar­dag.

Ekki er óal­gengt að fólk lendi í löng­um yf­ir­heyrsl­um á ísra­elsk­um flug­völl­um þegar það yf­ir­gef­ur landið.

Líkt og fram kom í frétt mbl.is árið 2006 var Dor­rit Moussai­eff, þáver­andi for­setafrú, stöðvuð af ísra­elskri lög­reglu á Ben Guri­on-flug­velli í Ísra­el, þegar hún hugðist halda þaðan að lok­inni þriggja daga dvöl í land­inu. Var Dor­rit kyrr­sett á vell­in­um í tæp­ar tvær klukku­stund­ir áður en hún fékk að fara úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka