Hatarar fengu verstu sætin í vélinni

Það virðist þurfa meira en eitt óþægilegt sæti til að …
Það virðist þurfa meira en eitt óþægilegt sæti til að Einar trommugimpi missi móðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðsmönnum Hatara var úthlutað verstu sætunum í flugvélinni á leið sinni frá Tel Aviv til Lundúna, ef marka má fésbókarfærslu sem trommugimpi sveitarinnar, Einar Stefánsson, deilir á síðu sinni. 

Færslan kemur frá manni að nafni Daher Dahli, sem samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu hans er búsettur í Tel Aviv. Þar segir hann að starfsmenn ísraelska flugfélagsins El Al hafi gortað af því að hafa úthlutað verstu sætunum til liðsmanna Hatara. Sætin sem um ræðir eru öll í þremur öftustu röðum vélarinnar, í miðju sætaraðanna og sitja því liðsmennirnir ekki hver hjá öðrum. 

„Þetta er það sem þeir fá,“ segir Dahli að starfsfólkið hafi sagt og á starfsólkið þar að hafa átt við að Hatari verðskuldi þessa meðferð fyrir að hafa mótmælt hernámi Ísraela í Palestínu.

Svölu krakkarnir sitja aftast

Meðferðin virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðsmenn Hatara þar sem í fésbókarfærslunni þar sem Einar trommugimpi deilir færslu Dahli segir hann: „Takk El Al fyrir „sérmeðferðina“,“ og hengir við myllumerki sem vísar til þess að svölu krakkarnir sitji aftast - #coolkidssitintheback.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir