Hatarar fengu verstu sætin í vélinni

Það virðist þurfa meira en eitt óþægilegt sæti til að …
Það virðist þurfa meira en eitt óþægilegt sæti til að Einar trommugimpi missi móðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðsmönnum Hatara var úthlutað verstu sætunum í flugvélinni á leið sinni frá Tel Aviv til Lundúna, ef marka má fésbókarfærslu sem trommugimpi sveitarinnar, Einar Stefánsson, deilir á síðu sinni. 

Færslan kemur frá manni að nafni Daher Dahli, sem samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu hans er búsettur í Tel Aviv. Þar segir hann að starfsmenn ísraelska flugfélagsins El Al hafi gortað af því að hafa úthlutað verstu sætunum til liðsmanna Hatara. Sætin sem um ræðir eru öll í þremur öftustu röðum vélarinnar, í miðju sætaraðanna og sitja því liðsmennirnir ekki hver hjá öðrum. 

„Þetta er það sem þeir fá,“ segir Dahli að starfsfólkið hafi sagt og á starfsólkið þar að hafa átt við að Hatari verðskuldi þessa meðferð fyrir að hafa mótmælt hernámi Ísraela í Palestínu.

Svölu krakkarnir sitja aftast

Meðferðin virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðsmenn Hatara þar sem í fésbókarfærslunni þar sem Einar trommugimpi deilir færslu Dahli segir hann: „Takk El Al fyrir „sérmeðferðina“,“ og hengir við myllumerki sem vísar til þess að svölu krakkarnir sitji aftast - #coolkidssitintheback.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar