Mynd Hlyns lofuð í Cannes

Aðalleikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir í Cannes.
Aðalleikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir í Cannes. ljósmynd/Pierre Caudevelle

Nýj­asta kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar, Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, hef­ur hlotið mikið lof og fengið frá­bæra dóma hjá stærstu er­lendu kvik­mynda­miðlun­um í fram­haldi af frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar á Cann­es-kvik­mynda­hátíðinni í Frakklandi sem nú er hald­in í 72. sinn. 

Fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar, Ant­on Máni Svans­son, seg­ir frum­sýn­ing­una hafa gengið von­um fram­ar.

„Það var spenna í loft­inu og mikið hlegið, en einnig féllu tár víðs veg­ar um sal­inn og svo var stand­andi lófa­klapp yfir all­an kred­itlist­ann. Við höf­um fengið gíf­ur­lega mikla at­hygli í fram­hald­inu og því verið fleygt fram til að mynda í kvik­mynda­vef­rit­um EKKO og MUBI að mynd­in sé ein sú sterk­asta á hátíðinni til þessa,“ seg­ir Ant­on Máni. 

Blaðamaður Screen In­ternati­onal, Wen­dy Mitchell, hef­ur einnig sagt á sam­fé­lags­miðlum að mynd­in sé meðal þeirra mest um­töluðu á hátíðinni. 

Gagn­rýn­andi Hollywood Report­er seg­ir að mynd­in sé „kröft­ug og frum­lega út­hugsuð“ og fer einnig fögr­um orðum um aðalleik­ara mynd­ar­inn­ar, Ingvar Sig­urðsson, en hann hef­ur fengið mikið lof fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni.

Leikstjórinn Hlynur Pálmason fyrir miðju ásamt aðalleikurunum Ídu Mekkín Hlynsdóttur …
Leik­stjór­inn Hlyn­ur Pálma­son fyr­ir miðju ásamt aðalleik­ur­un­um Ídu Mekkín Hlyns­dótt­ur og Ingvari E. Sig­urðssyni. ljós­mynd/​Pier­re Cau­develle

„Ingi­mund­ur er heill­andi og áhuga­verður karakt­er, meist­ara­lega dreg­inn upp af Ingvari Sig­urðssyni,“ seg­ir í Screen In­ternati­onal, og enn frem­ur að mynd­in sjálf sé „sjón­rænt gríp­andi og áhrifa­mik­il“.

Gagn­rýn­andi MUBI seg­ir mynd­ina vera „mest taugatrekkj­andi og til­finn­inga­ríka upp­lif­un­in til þessa“ og að hann sjái fyr­ir sér að frammistaða Ingvars eigi eft­ir að sitja í hon­um lengi vel eft­ir að hátíðin nær enda.

Mynd­in fjall­ar um lög­reglu­stjór­ann Ingi­mund sem hef­ur verið í starfs­leyfi frá því eig­in­kona hans lést óvænt af slys­för­um. Hann ein­beit­ir sér að því að byggja hús fyr­ir dótt­ur sína og afa­st­elpu þar til at­hygli hans bein­ist að manni sem hann grun­ar að hafi átt í ástar­sam­bandi við konu hans. Fljót­lega breyt­ist grun­ur Ingi­mund­ar í þrá­hyggju og leiðir hann til rót­tækra gjörða sem óhjá­kvæmi­lega bitna einnig á þeim sem standa hon­um næst.

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur er önn­ur kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar í fullri lengd á eft­ir hinni dönsk/​ís­lensku Vetr­ar­bræður, sem kom út árið 2017 og fór sig­ur­för um heim­inn í kjöl­far heims­frum­sýn­ing­ar í aðal­keppni Locarno-kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Sviss.

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur verður frum­sýnd í kvik­mynda­hús­um á Íslandi 6. sept­em­ber.

Aðstandendur myndarinnar í Cannes.
Aðstand­end­ur mynd­ar­inn­ar í Cann­es. ljós­mynd/​Pier­re Cau­develle
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir