Ingvar verðlaunaður í Cannes

Ingvar E. Sigurðsson, annar frá vinstri, ásamt öðrum verðlaunahöfum Critics‘ …
Ingvar E. Sigurðsson, annar frá vinstri, ásamt öðrum verðlaunahöfum Critics‘ Week í Cannes. Ljósmynd/Semaein De La Critique/Twitter

Ingvar E. Sig­urðsson hlaut í dag verðlaun sem besti leik­ar­inn á Critics‘ Week, einni af hliðardag­skrám Cann­es kvik­mynda­hátíðar­inn­ar, sem fram fer þessa dag­ana.

Kvik­mynd­in Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálm­ars­son­ar, var heims­frum­sýnd á Critics‘ Week og er hún ein af sjö mynd­un­um sem valda voru í keppni á hliðarviðburðinum. Verðlaun­in hlýt­ur Ingvar fyr­ir aðal­hlut­verk í mynd­inni, þar sem hann túlk­ar lög­reglu­stjór­ann Ingi­mund sem hef­ur verið í starfs­leyfi frá því að eig­in­kona hans lést óvænt af slys­för­um.

Ingvar E. Sig­urðsson fer með aðalhlutverk í Hvítum, hvítum degi …
Ingvar E. Sig­urðsson fer með aðal­hlut­verk í Hvít­um, hvít­um degi ásamt Ídu Mekkín Hlyns­dótt­ur. Ingvar hlaut verðlaun sem besti leik­ar­inn á Critics‘ Week, einni af hliðardag­skrám Cann­es kvik­mynda­hátíðar­inn­ar sem stend­ur nú yfir. ljós­mynd/​Pier­re Cau­develle

Í sorg­inni ein­beit­ir hann sér að því að byggja hús fyr­ir dótt­ur sína og afa­st­elpu, þar til at­hygli hans bein­ist að manni sem hann grun­ar að hafi átt í ást­ar­sam­bandi við konu sína. Fljót­lega breyt­ist grun­ur Ingi­mund­ar í þrá­hyggju og leiðir hann til rót­tækra gjörða sem óhjá­kvæmi­lega bitn­ar einnig á þeim sem standa hon­um næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skil­yrðis­lausa ást. Tök­ur á mynd­inni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarf­irði, Fá­skrúðsfirði og í Oddsk­arði.

Mynd­in var frum­sýnd í vik­unni og hef­ur hún hlotið mikið lof. Blaðamaður Screen In­ternati­onal, Wen­dy Mitchell, sagði  á sam­fé­lags­miðlum að mynd­in sé meðal þeirra mest um­töluðu á hátíðinni og þá seg­ir gagn­rýn­andi Hollywood Report­er að mynd­in sé „kröft­ug og frum­lega út­hugsuð“ og fer einnig fögr­um orðum um Ingvar.

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur verður frum­sýnd í kvik­mynda­hús­um á Íslandi 6. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hvort þú haldir í einhvern af ótta eða óöryggi. Vertu viss um að bjartsýni þín sé byggð á skynsemi, ekki draumórum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hvort þú haldir í einhvern af ótta eða óöryggi. Vertu viss um að bjartsýni þín sé byggð á skynsemi, ekki draumórum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar