Kærastinn kærður fyrir heimilisofbeldi

Leikkonan Hayden Panettiere.
Leikkonan Hayden Panettiere. mbl.is/AFP

Kærasti leikkonunnar Hayden Panettiere, Brian Hickerson, var handtekinn fyrr í mánuðinum fyrir að beita hana ofbeldi á heimili þeirra. Hickerson hefur neitað ásökunum en dæmt verður í máli hans á næstu vikum. Þangað til má hann ekki vera í minna en 90 metra fjarlægð frá Panettiere. Hann á yfir höfði sér 4 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. 

Sem áður segir var hann handtekinn á heimili þeirra eftir að átök brutust út á milli þeirra eftir rifrildi. Þau höfðu sést á bar fyrr um kvöldið. Óljóst er hver kallaði til lögreglu, en þegar lögregla mætti á staðinn sáust áverkar á leikkonunni. Panettiere og Hickerson hafa verið í sambandi í tæplega ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup