Leikari með nafnlausan Twitter-reikning

Þórir Sæmundsson var leikari í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma en …
Þórir Sæmundsson var leikari í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma en var vikið úr starfi. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið

„Jæja það hlaut að koma að því.

Hæ ég er boring Þórir Sæm“

Svo hljóðar nýlegt tíst frá Twitter-reikningnum Zen Gylfi Sig, áður Boring Gylfi Sig, sem hefur farið mikinn á Twitter síðustu misseri. Í dag kom á daginn að huldumaðurinn á bakvið reikninginn er Þórir Sæmundsson leikari.

Tístið sem kom upp um Þóri var skjáskot nokkurt af Instagram. Á skjáskotinu mátti sjá mynd í neðra horninu af Þóri, sem gaf til kynna að sá sem hafði tekið skjáskotið væri hann. Það var Karólína Jóhannsdóttir sálfræðinemi sem sýndi fram á þetta.

Eftir að skjáskotið gaf Þórir það svo sjálfur upp á reikningnum að sá sem héldi úti reikningnum væri vissulega hann:

Twitter-reikningurinn Boring Gylfi Sig virtist að upplagi einhvers konar ádeila á viðteknar skoðanir fólks á internetinu. Þessar skoðanir lagði Þórir „boring“ útgáfu af knattspyrnumanninum Gylfa Sigurðssyni í munn.

Með tíð og tíma tóku tístin að vera öllu hversdagslegri en engu síður áfram undir nafnleynd. Áfram gætti kaldhæðnislegrar ádeilu á hetjur dægurþrassins. Sum tístin voru óumflýjanlega pólitískt umdeild.

Með því að nefna reikninginn „Boring“ Gylfi Sig er fylgt ákveðinni erlendri tísku, samanber reikning Boring James Milner, leikmanns Liverpool. Umræddur „boring“ reikningur Gylfa sig er kominn með vel á þriðja hundrað fylgjenda og hefur tíst tæplega 2700 sinnum.

Þórir Sæmundsson var rekinn úr Þjóðleikhúsinu haustið 2017, að sögn Vísis vegna ósæmilegrar kynferðislegar hegðunar. Hann gekkst við að hafa hegðað sér með þeim hætti. Ekki náðist í Þóri við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir tilraunir til þess.

Hér tíundar Þórir hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir til að slá í gegn Twitter. 

Í þessum þræði þar sem vöngum er velt yfir leikreglum umræðunnar má sjá viðleitni þess sem heldur um pennann til þess að kvengera sjálfan sig, ekki ólíklega í von um að halda nafnleyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup