Meghan hittir ekki Trump

Meghan Markle mun ekki hitta Donald Trump í heimsókn hans …
Meghan Markle mun ekki hitta Donald Trump í heimsókn hans til Bretlands. Elísabet Englandsdrottning mun hins vegar gera það. mbl.is/AFP

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er ekki á gestalistanum hjá hennar hátign þegar forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, kemur í heimsókn 3. júní næstkomandi. 

Trump hyggst heimsækja Bretland í næstu viku og mun funda með drottningunni og forsætisráðherra Bretlands Theresu May. Trump mun hitta fleiri úr konungsfjölskyldunni, bræðurna Harry og Vilhjálm og einnig Karl og Camillu. 

Athygli vekur að nafn Meghan Markle er ekki að finna neins staðar í dagskránni en óvíst er hvort það sé að hennar eigin ósk eða ekki. Markle er frá Bandaríkjunum og væri því eðlilegt að hún myndi hitta forseta sinn í heimsókninni. 

Markle má samkvæmt reglum konungsfjölskyldunnar ekki kjósa í kosningum eða taka þátt í umræðum um stjórnmál opinberlega. Áður en hún giftist inn í konungsfjölskylduna hafði hún tjáð sig um Trump. 

Elísabet önnur Englandsdrottning ásamt forsetahjónunum Melaniu og Donald Trump.
Elísabet önnur Englandsdrottning ásamt forsetahjónunum Melaniu og Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup