Gefur helming auðæfanna til góðgerða

MacKenzie Bezos er nú meðal ríkustu kvenna heims.
MacKenzie Bezos er nú meðal ríkustu kvenna heims. AFP

MacKenzie Bezos hefur heitið því að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Bezos skildi við eiginmann sinn, Jeff Bezos, forstjóra og stofnanda Amazon, fyrr á árinu og varð fyrir vikið ein ríkasta kona heims.

Með þessu bætist Bezos í hóp milljarðamæringa á borð við Warren Buffett og stofnanda Microsoft, Bill Gates, sem tekið hafa undir loforðið Giving Pledge.

Buffett stofnaði Giving Pledge, en með því er ríkt fólk hvatt til þess að gefa að minnsta kosti helming auðæfa sinna til góðgerðarmála.

Jeff Bezos er ríkasti maður heims, en eftir skilnaðinn heldur MacKenzie eftir 4% hlut í Amazon. Amazon er metið á rúm­lega 890 millj­arða doll­ara að markaðsvirði og er 4% hlut­ur MacKenzie Bezos því ríf­lega 35 millj­arða doll­ara virði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan