„Óásættanlegar styttingar“

Kanadíski kvikmyndaframleiðandinn og eiginmaður Elton John, David Furnish, við frumsýningu …
Kanadíski kvikmyndaframleiðandinn og eiginmaður Elton John, David Furnish, við frumsýningu á myndinni Rocketman í London. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Elton John gagnrýnir harðlega að Rússar hafi klippt allar kynlífssenur samkynhneigðra úr kvikmynd um ævi hans, Rocketman, og segir styttingarnar óásættanlegar.

Kvikmyndagagnrýnendur sem voru viðstaddir forsýningu myndarinnar í gærkvöldi segja að dreifingaraðili myndarinnar í Rússlandi hafi klippt út nokkur atriði í myndinni vegna þess að þau brytu gegn rússneskum lögum.

AFP

Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá framleiðendum myndarinnar og stórstjörnunnar kemur fram að þeir hafi ekki haft hugmynd um þetta fyrr en í gær. Þeir mótmæli þessu harðlega. Það að dreifingaraðilinn telji nauðsynlegt að ritskoða ákveðin atriði í myndinni og þar með koma í veg fyrir að áhorfendur fái það tækifæri að sjá myndina í heild séu sorgleg viðbrögð í sundruðum heim sem við búum í og sýni á grimmilegan hátt hvernig ást tveggja einstaklinga er ekki samþykkt.

Rússnesk yfirvöld hafa harkalega löggjöf þegar kemur að samkynhneigðum og mannréttindum LGBT-fólks. 

Kvikmyndagagnrýnandinn Anton Dolin segir að allt sem tengist kossum og kynlífi hafi verið klippt út og að klippingarnar hafi verið svo grófar að þær voru augljósar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar