Móðir eins fórnarlamba Kevin Cooper, fangans á dauðadeild sem Kim Kardashian hefur reynt að aðstoða síðustu mánuði, segir að Kardashian þurfi að skoða sönnunargögnin í málinu betur. Móðirin, Mary Ann Hughes, sagði í viðtali við TMZ að í hennar huga leiki enginn vafi á því að Cooper sé sekur.
Cooper hefur setið í fangelsi síðan 1983 eftir að hann var fundinn sekur fyrir morð á syni Hughes, Christopher, sem var 11 ára og hjónum og dóttur þeirra. Christopher gisti á heimili hjónanna þá nótt sem hann var myrtur, en þau voru nágrannar Hughes.
Kardashian heimsótti Cooper á dauðadeildina í San Quentin-fangelsinu í Kaliforníu á uppstigningardag. Hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum með Cooper þar sem hún sagðist trúa því að hann væri saklaus. Cooper hefur haldið sakleysi sínu fram síðan hann var dæmdur.
Kardashian hefur fengið ríkisstjóra Kaliforníu, fyrst Jerry Brown og síðar Gavin Newsom, til að taka mál Coopers upp. Newsom hefur óskað eftir nýjum DNA-prófum í málinu að beðni Kardashian.
Hughes segir Kardashian vera að nota mál Cooper sér til framdráttar. Kardashian hefur frelsað 17 fanga á síðastliðnum 12 mánuðum.
I am hopeful that Kevin will be exonerated since DNA testing has now been ordered on Kevin’s case and I remain grateful to Governor Newsom for ending capital punishment in California. pic.twitter.com/NmLbh0bNYD
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) June 1, 2019