Spacey mætti óvænt í dómsal

Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016.
Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016. AFP

Kevin Spacey mætti óvænt í dómsal í Massachusetts vegna ásökunar á hendur honum um kynferðisbrot gagnvart ungum manni árið 2016.

Leikarinn hafði ekki verið skikkaður til að mæta í dómsalinn og því kom á óvart hann skyldi láta sjá sig, að sögn The Guardian. Síðast mætti hann þangað í janúar. 

Spacey, sem er 59 ára, segist vera saklaus af ásökun um að hafa þuklað á manninum á bar í Nantucket. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tveggja og hálfs árs fangelsi.

Leikarinn hefur verið sakaður um fjölda kynferðisbrota en þetta mál er það eina sem hefur farið fyrir dóm.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup