Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgar um 40%

Eitt sinn bjuggu um 50 þúsund manns í borginni Pripyat …
Eitt sinn bjuggu um 50 þúsund manns í borginni Pripyat í Úkraínu, en allt frá því að Chernobyl-slysið átti sér stað hefur ekki þrifist þar nokkur sála. memolition.com

Ferðamönnum hefur fjölgað svo um munar í úkraínsku borginni Tsjernóbíl á síðustu vikum að því er fréttastofa Reuters greinir frá. Ferðaskrifstofa sem býður upp á skoðunarferð um draugaborgina greinir frá því að um 40% aukning hefur verið á bókunum í ferðir hjá henni.

Aukningin er rakin til vinsælda þáttaraðarinnar Chernobyl sem bandaríska sjónvarpsstöðin HBO setti í loftið á dögunum. Þáttaröðin fjallar um kjarnorkuslysið sem varð í kjarnorkuverinu í Tsjernóbíl í apríl 1986. Í maí fjölgaði ferðamönnum sem fóru um Tsjernóbíl-svæðið um 30%.

Þættirnir hafa hlotið mikið lof víðast hvar og eru með einkunnina 9,7 af 10 á IMDb sem þykir mjög hátt. Leiðsögumaður sem vinnur á svæðinu segir að ferðamenn séu einstaklega áhugasamir um svæðið og spyrji margra spurninga út frá þáttunum. 

Íslenski leikarinn Baltasar Breki Samper fer með hlutverk í tveimur þáttum og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina fyrir þættina.

Baltasar Breki Samper fer með hlutverk í þáttunum.
Baltasar Breki Samper fer með hlutverk í þáttunum. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir