Tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, voru kynntar í gær í Tjarnarbíói og var það forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem tók að sér að afhenda þær.
Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III eftir William Shakespeare hlýtur flestar tilnefningar eða átta alls og næstflestar, sjö, hlýtur Súper eftir Jón Gnarr sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu.
60 verk voru skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna í ár, þar af sjö útvarpsverk, 10 barnaleikhúsverk, átta dansverk og 35 sviðsverk. Tilnefnt er í 20 verðlaunaflokkum og verða verðlaunin veitt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn, 12. júní.
Sýning ársins
Allt sem er frábært
Club Romantica
Kabarett
Ríkharður III
The Lover
Leikrit ársins
Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson
Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur
SOL eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson
Súper eftir Jón Gnarr
Leikstjóri ársins
Benedikt Erlingsson - Súper
Brynhildur Guðjónsdóttir - Ríkharður III
Gréta Kristín Ómarsdóttir - Bæng
Marta Nordal - Kabarett
Ólafur Egill Egilsson - Allt sem er frábært
Pétur Ármannsson - Club Romantica
Leikari ársins í aðalhlutverki
Björn Thors - Bæng
Guðjón Davíð Karlsson - Loddarinn
Hjörtur Jóhann Jónsson - Ríkharður III
Jörundur Ragnarsson - Griðastaður
Valur Freyr Einarsson - Allt sem er frábært
Leikari ársins í aukahlutverki
Arnmundur Ernst Backman - Súper
Halldór Gylfason - Bæng
Pálmi Gestsson - Jónsmessunæturdraumur
Sigurður Þór Óskarsson - Kæra Jelena
Stefán Hallur Stefánsson - Samþykki
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Edda Björg Eyjólfsdóttir - Ríkharður III
Halldóra Geirharðsdóttir - Kæra Jelena
Kristín Þóra Haraldsdóttir - Samþykki
Sólveig Guðmundsdóttir - Rejúníon
Unnur Ösp Stefánsdóttir - Dúkkuheimili annar hluti
Leikkona ársins í aukahlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir - Bæng
Ebba Katrín Finnsdóttir - Matthildur
Kristín Þóra Haraldsdóttir - Loddarinn
Vala Kristín Eiríksdóttir - Matthildur
Vigdís Hrefna Pálsdóttir - Súper
Leikmynd ársins
Auður Ösp Guðmundsdóttir - Kabarett
Gretar Reynisson - Súper
Ilmur Stefánsdóttir - Ríkharður III
Ilmur Stefánsdóttir - Matthildur
Noémie Goudal og 88888 / Jeroen Verrecht - The Lover
Búningar ársins
Auður Ösp Guðmundsdóttir - Kabarett
Eva Signý Berger - Bæng
Eva Signý Berger ásamt Jóní Jónsdóttur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur - Atómstjarna
Filippía I. Elísdóttir - Súper
Filippía I. Elísdóttir - Ríkharður III
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson - Ríkharður III
Björn Bergsteinn Guðmundsson - Pottþétt myrkur
Jóhann Friðrik Ágústsson - Súper
Kris Van Oudenhove - The Lover
Þórður Orri Pétursson - Matthildur
Tónlist ársins
Borko/ Björn Kristjánsson - The Lover
Daníel Bjarnason - Brothers
Snorri Helgason - Club Romantica Sveinbjörn Thorarensen - Traces
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson - Gallsteinar afa Gissa
Hljóðmynd ársins
Baldvin Þór Magnússon og Daníel Bjarnason - Ríkharður III
Elvar Geir Sævarsson og Kristinn Gauti Einarsson - Þitt eigið leikrit - Goðsaga
Garðar Borgþórsson - Óður og Flexa; Rafmagnað ævintýri
Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins - Einræðisherrann
Sveinbjörn Thorarensen -Traces
Söngvari ársins 2019
Björk Níelsdóttir - Plastóperan
Guðjón Davíð Karlsson - Jónsmessunæturdraumur
Herdís Anna Jónasdóttir - La Traviata
Hrólfur Sæmundsson - La Traviata
Oddur Arnþór Jónsson - Brothers
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Anja Gaardbo og Kasper Ravnhöj - Einræðisherrann
Birna Björnsdóttir og Auður B. Snorradóttir - Ronja ræningjadóttir
Lee Proud - Kabarett
Lee Proud - Matthildur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir - Dúkkuheimili annar hluti
Barnasýning ársins
Gallsteinar afa Gissa eftir Karl Ágúst Úlfsson og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Óður og Flexa; Rafmagnað ævintýri Eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir
Rauðhetta eftir Snæbjörn Ragnarsson
Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren
Þitt eigið leikrit - Goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson
Dansari ársins
Bára Sigfúsdóttir - The Lover
Elín Signý W. Ragnarsdóttir - Pottþétt myrkur
Ernesto Camilo Aldazabal Valdes - Óður og Flexa; Rafmagnað ævintýri
Snædís Lilja Ingadóttir - Verk nr. 1,5
Una Björg Bjarnadóttir - Verk nr. 1
Danshöfundur ársins
Bára Sigfúsdóttir - The Lover
Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara ÍD - Pottþétt myrkur
Marmarabörn - Moving Mountains in Three Essays
Rósa Ómarsdóttir - Traces
Steinunn Ketilsdóttir - Verk nr. 1
Útvarpsverk ársins
Bónusferðin eftir Bjarna Jónsson, Ragnar Ísleif Bragason, Árna Vilhjálmsson og Friðgeir Einarsson.
Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð eftir Jón Atla Jónasson
SOL eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson
Sproti ársins
María Thelma Smáradóttir
Matthías Tryggvi Haraldsson
Sigríður Vala Jóhannsdóttir
Sóley Ómarsdóttir
Óperudagar
Einnig verða veitt heiðursverðlaun Grímunnar 12. júní.