Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin.
Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. mbl.is/AFP

Í gær bárust fréttir af því að fyrirsætan Irina Shayk væri flutt út frá leikaranum Bradley Cooper. Cooper og Shayk luku þar með fjögurra ára sambandi sínu. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Leu De Seine sem er tveggja ára að aldri. 

Í dag hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að færa fregnir af því að þau séu formlega hætt saman. Á vef ELLE er haft eftir heimildarmanni að þau hafi gert allt hvað þau gátu til að vinna í sambandinu en það hafi ekki gengið upp. Þau vildu vera saman vegna dóttur sinnar, Leu De Seine. 

„Þau náðu að vinna í hlutunum um tíma, en síðan varð allt eins og áður sem fékk þau til að efast um að sambandið væri gott fyrir þau sem fjölskylda,“ er haft eftir heimildarmanni í fréttinni. 

Frá því á Óskarinum hafa vangaveltur verið uppi um samband þeirra Bradley Cooper og Lady Gaga. 

Í annari frétt á vef ELLE kemur fram að Lady Gaga sé ekki ástæða sambandsslitanna. Þau séu listafólk og hafi einvörðungu verið í hlutverkum. Eins er bent á þá staðreynd að Lady Gaga og Shayk hafi verið myndaðar í faðmlögum á Óskarinum. Ástæðan eigi sér lengri aðdraganda. 

Leikarinn Bradley Cooper ásamt móður sinni Gloria Campano og fyrrverandi …
Leikarinn Bradley Cooper ásamt móður sinni Gloria Campano og fyrrverandi kærustu Irina Shayk. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar