Pitt vill ekki vera viðriðinn gagnkynhneigðu gönguna

Brad Pitt er með fallegt andlit, en hann vill ekki …
Brad Pitt er með fallegt andlit, en hann vill ekki vera andlit baráttu gagnkynhneigðra. AFP

Heimildarmaður náinn leikaranum Brad Pitt segir að hann hafi gert það alveg ljóst að hann vill ekki vera viðriðinn gagnkynhneigðu gönguna sem á að fara fram í Boston í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum. 

Gagnkynhneigða gangan er á vegum ungra gagnkynhneigðra manna í samtökunum Super Happy Fun America í Boston. Þeir hafa gert Pitt að andliti baráttunnar, sem þeir segja vera mikilvæga baráttu fyrir réttindi gagnkynhneigðra. 

Gangan er eins konar andsvar þeirra gagnvart réttindabaráttu samkynhneigðra, en júní er mánuður hinsegin samfélagsins á alþjóðavísu. Gangan hefur vakið nokkra athygli víða um heim en The Washington Post greindi fyrst frá henni. Fleiri hafa fordæmt hana heldur en fagnað henni. Leikarinn Chris Evans gagnrýndi gönguna á Twitter í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir