Heimildarmaður náinn leikaranum Brad Pitt segir að hann hafi gert það alveg ljóst að hann vill ekki vera viðriðinn gagnkynhneigðu gönguna sem á að fara fram í Boston í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum.
Gagnkynhneigða gangan er á vegum ungra gagnkynhneigðra manna í samtökunum Super Happy Fun America í Boston. Þeir hafa gert Pitt að andliti baráttunnar, sem þeir segja vera mikilvæga baráttu fyrir réttindi gagnkynhneigðra.
Gangan er eins konar andsvar þeirra gagnvart réttindabaráttu samkynhneigðra, en júní er mánuður hinsegin samfélagsins á alþjóðavísu. Gangan hefur vakið nokkra athygli víða um heim en The Washington Post greindi fyrst frá henni. Fleiri hafa fordæmt hana heldur en fagnað henni. Leikarinn Chris Evans gagnrýndi gönguna á Twitter í vikunni.
Wow! Cool initiative, fellas!! Just a thought, instead of ‘Straight Pride’ parade, how about this: The ‘desperately trying to bury our own gay thoughts by being homophobic because no one taught us how to access our emotions as children’ parade? Whatta ya think? Too on the nose?? https://t.co/gaBWtq2PaL
— Chris Evans (@ChrisEvans) June 5, 2019