Póstkort Hatara bar af

Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Sveitin hafnaði í tíunda …
Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Sveitin hafnaði í tíunda sæti Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að Hatara hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, að vinna Eurovision, stóð hljómsveitin þó uppi sem sigurvegari í einum lið tengdum keppninni. Póstkort sveitarinnar þótti bera af og var valið besta póstkortið í skoðanakönnum Eurovision-síðunnar Wiwibloggs.

Tökurnar á Eurovision-póstkortinu fóru fram á hinum sögufræga þjóðgarði í Beit She'an í N-austur Ísrael.

Var það samdóma álit þeirra sem blaðamaður mbl.is ræddi við í Tel Aviv þegar keppnin fór fram að póstkort Hatara væri það allra flottasta. 

Í póstkortinu sjást Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara, dansa ásamt hópi fólks. Klæðnaðurinn var ekki hefðbundinn Hatara-klæðnaður ef svo má segja en þeir voru klæddir í einhvers konar hvítt kimono með svörtu munstri. 

Nánari niðurstöðu má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir