Sambandið breyttist eftir A Star Is Born

Samband þeirra var aldrei samt.
Samband þeirra var aldrei samt. mbl.is/AFP

Samband leikarans Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir tökurnar á kvikmynd Coopers, A Star Is Born, segir heimildarmaður People. Þau hættu nýlega saman eftir 4 ára samband en þau eiga 2 ára dóttur saman.

Cooper var tilfinningalega fjarverandi meðan á gerð myndarinnar stóð og náði sambandið aldrei að jafna sig eftir að myndin kom út. Cooper fór ekki aðeins með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, heldur leikstýrði hann henni einnig. 

Cooper og Shayk eru sögð hafa reynt að bjarga sambandinu síðustu mánuði, og setti hann það í forgang að eyða tíma með fjölskyldunni. Þau höfðu þó ekki erindi sem erfiði og eru hætt saman.

Hann þakkaði Shayk í ræðu sinni á BAFTA-verðlaunahátíðinni fyrir að þola hann og standa með honum í gegnum gerð myndarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar