Ríkharður sigursæll á Grímunni

Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut sex …
Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut sex Grímuverðlaun, m.a. hlaut Hjörtur Jóhann Jónsson Grímuna fyrir besta leikara í aðalhlutverki. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu og var sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu á RÚV. Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut flest verðlaun, sex talsins, var tilnefnd til átta og var því óumdeildur sigurvegari kvöldsins.

Matthías Tryggvi Haraldsson leikskáld tekur hér við verðlaunum sem Sproti …
Matthías Tryggvi Haraldsson leikskáld tekur hér við verðlaunum sem Sproti ársins frá þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur og Baltasar Kormáki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðlaunin hlaut hún fyrir sýningu ársins, leikstjóra, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Súper eftir Jón Gnarr, sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, hlaut sjö tilnefningar en engin verðlaun en þrjár sýningar Þjóðleikhússins voru verðlaunaðar, þ.e. Samþykki, Ronja ræningjadóttir og Einræðisherrann. Hlaut hver sýning ein verðlaun og Þjóðleikhúsið því þrenn alls en Borgarleikhúsið hlaut níu, sex fyrir Ríkharð III. sem fyrr segir, tvenn fyrir Matthildi og ein fyrir Club Romantica.

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri fékk heiðursverðlaun fyrir starf sitt í þágu …
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri fékk heiðursverðlaun fyrir starf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Herdís söngvari ársins

Tilnefnt var í 20 verðlaunaflokkum og voru þar af veitt ein heiðursverðlaun en þau hlaut leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir starf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Þá var Sproti ársins verðlaunaður og reyndist það Matthías Tryggvi Haraldsson leikskáld.

Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn …
Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu mbl.is/Kristinn Magnússon

Dansarinn og danshöfundurinn Bára Sigfúsdóttir mátti vel við una því hún hlaut tvenn verðlaun, sem dansari og danshöfundur ársins fyrir The Lover en fyrir dans- og sviðshreyfingar var það Lee Proud sem hreppti verðlaunin fyrir söngleikinn Matthildi.

Söngvari ársins að þessu sinni er Herdís Anna Jónasdóttir fyrir frammistöðu sína í hlutverki Violettu í óperunni La Traviata sem sýnd var í Eldborgarsal Hörpu og barnasýning ársins Ronja ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu.

Bára Sigfúsdóttir fékk verðlaun sem danshöfundur og dansari ársins fyrir …
Bára Sigfúsdóttir fékk verðlaun sem danshöfundur og dansari ársins fyrir verkið The Lover. Verðlaunin afhentu þau Ólafur Darri Ólafsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grímuverðlaunin 2019

  • Sýning ársins: Ríkharður III
  • Leikrit ársins: Club Romantica
  • Leikstjóri ársins: Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Ríkharð III
  • Leikari ársins í aðalhlutverki: Hjörtur Jóhann Jónsson fyrir Ríkharð III
  • Leikkona ársins  í aðalhlutverki: Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Rejúníon
  • Leikari ársins  í aukahlutverki: Stefán Hallur Stefánsson fyrir Samþykki
  • Leikkona ársins  í aukahlutverki: Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Matthildi
  • Leikmynd ársins: Ilmur Stefánsdóttir fyrir Ríkharð III
  • Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir Ríkharð III
  • Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Ríkharð III
  • Tónlist ársins: Daníel Bjarnason fyrir Brothers
  • Hljóðmynd ársins: Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins fyrir Einræðisherrann
  • Söngvari ársins: Herdís Anna Jónasdóttir fyrir La Traviata
  • Dans – og sviðshreyfingar ársins: Lee Proud fyrir Matthildi
  • Dansari ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
  • Danshöfundur ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
  • Útvarpsverk ársins: SOL
  • Sproti ársins: Matthías Tryggvi Haraldsson
  • Barnasýning ársins:  Ronja ræningjadóttir
  • Heiðursverðlaun Sviðslistasambands:  Þórhildur Þorleifsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan