Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Franco Zeffirelli lést í morgun, 96 ára gamall, á heimili sínu í Róm.
Zeffirelli, sem einnig leikstýrði leikritum og óperum, lést eftir langvarandi veikindi, að því er ítalskir fjölmiðlar greindu frá.
„Ég vildi ekki að þessi dagur myndi renna upp. Franco Zeffirelli kvaddi í morgun. Einn merkasti maðurinn í menningarlífinu. Við syrgjum ásamt ættingjum hans. Bless kæri meistari. Flórens mun aldrei gleyma þér,“ sagði Dario Nardella, borgarstjóri Flórens, þar sem Zeffirelli fæddist.
Zeffirelli leikstýrði um 20 kvikmyndum, þar á meðal útgáfu af Rómeó og Júlíu frá árinu 1968 sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir.
Hann leikstýrði einnig Hamlet árið 1992 með Mel Gibson og Glenn Close í aðalhlutverkum og The Taming of the Shrew árið 1967 með Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum.
Franco Zeffirelli, Oscar-nominated director of 'Romeo and Juliet,' dies at 96 https://t.co/9e8uHmpONJ pic.twitter.com/c5OqgQbE0t
— Hollywood Reporter (@THR) June 15, 2019
Italian director Franco Zeffirelli, famed for operas, films and television, dies in Rome at age 96. https://t.co/5KT6b8FuXX
— The Associated Press (@AP) June 15, 2019