Ítalski leikstjórinn Zeffirelli látinn

Zeffirelli við tökur á Rómeó og Júlíu.
Zeffirelli við tökur á Rómeó og Júlíu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Franco Zeffirelli lést í morgun, 96 ára gamall, á heimili sínu í Róm.

Zeffirelli, sem einnig leikstýrði leikritum og óperum, lést eftir langvarandi veikindi, að því er ítalskir fjölmiðlar greindu frá.

„Ég vildi ekki að þessi dagur myndi renna upp. Franco Zeffirelli kvaddi í morgun. Einn merkasti maðurinn í menningarlífinu. Við syrgjum ásamt ættingjum hans. Bless kæri meistari. Flórens mun aldrei gleyma þér,“ sagði Dario Nardella, borgarstjóri Flórens, þar sem Zeffirelli fæddist.

Zeffirelli leikstýrði um 20 kvikmyndum, þar á meðal útgáfu af Rómeó og Júlíu frá árinu 1968 sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir.

Hann leikstýrði einnig Hamlet árið 1992 með Mel Gibson og Glenn Close í aðalhlutverkum og The Taming of the Shrew árið 1967 með Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir