Cosby heldur fyrirlestra í fangelsinu

Bill Cosby heldur fyrirlestra í fangelsi.
Bill Cosby heldur fyrirlestra í fangelsi. AFP

Leik­ar­inn Bill Cos­by sit­ur ekki aðgerðalaus á bak við lás og slá, en hann er orðinn að vin­sæl­um fyr­ir­les­ara í fang­els­inu sem hann sit­ur í. Sam­kvæmt heim­ild­um slúðurmiðils­ins TMZ hef­ur Cos­by haldið fyr­ir­lestra fyr­ir sam­fanga sína reglu­lega síðustu þrjá mánuði. 

Cos­by var dæmd­ur í fang­elsi fyr­ir kyn­ferðisof­beldi og mun sitja inni að lág­marki 3 ár og að há­marki 10 ár. 

Um­fjöll­un­ar­efni fyr­ir­lestr­anna er föður­hlut­verkið og teng­ir hann aug­ljós­lega sam­an fyr­ir­lestr­ana og hlut­verk sitt í The Cos­by Show-þátt­un­um. Hann hvet­ur sam­fanga sína til að vera fyr­ir­mynd­ir fyr­ir börn þeirra þegar þeir koma úr fang­elsi og taka strax aft­ur þátt í upp­eldi þeirra. Þá gef­ur Cos­by sam­föng­um sín­um einnig ráð um hvernig þeir eigi að fá vinnu eft­ir að þeir losna úr fang­elsi og gef­ur ráð fyr­ir at­vinnu­viðtöl.

Fyr­ir­lestr­arn­ir eru vel sótt­ir af sam­föng­um Cos­by og allt að hundrað fang­ar sækja hvern fyr­ir­lest­ur. Cos­by nýt­ir kímni­gáfu sína í fyr­ir­lestr­un­um líkt og hann gerði í þátt­un­um.

Nafn Cos­by hef­ur ávallt verið tengt við hina full­komnu föðurí­mynd sem hann sýndi í gam­anþátt­un­um þar sem hann kom fyr­ir sem fyr­ir­mynd­ar­fjöl­skyldufaðir, ljúf­ur og góður með ómþýða rödd sem fékk alla til að hlæja. 

Cos­by lét feðradag­inn þar vest­an­hafs ekki fram hjá sér fara um helg­ina og fékk hann tengilið sinn til að birta kveðju á sam­fé­lags­miðlum sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir