Lance Armstrong á Íslandi

Lance Armstrong tók þátt í keppnishjólreiðum til ársins 2011.
Lance Armstrong tók þátt í keppnishjólreiðum til ársins 2011. AFP

Einn þekkt­asti hjól­reiðamaður allra tíma, Lance Armstrong, hef­ur und­an­farna daga verið hér á landi, en um helg­ina sást meðal ann­ars til hans í miðbæ Reykja­vík­ur, auk þess sem hann hjólaði um Heiðmörk,  Hengil­inn og Reykja­dal.

Miðað við færslu sem hann setti á In­sta­gram fyr­ir þrem­ur dög­um virðist hann vera ásamt sam­býl­is­konu sinni, Önnu Han­sen, hér á landi í fríi, meðal ann­ars til að upp­lifa ís­lenska nátt­úru. Í gær setti Han­sen inn færslu á In­sta­gram þar sem kom fram að þau hefðu farið í Reykja­dal . Í dag hafa Armstrong og Han­sen verið í Húsa­felli og sam­kvæmt In­sta­gram-reikn­ingi hans fóru þau meðal ann­ars og kíktu á Hraun­fossa.

View this post on In­sta­gram

Epic day of riding in Ice­land! Thanks to @icebike for the amaz­ing time!!

A post shared by Anna Han­sen (@anna­han­sen2) on Jun 16, 2019 at 10:04am PDT

Þrátt fyr­ir að hafa um langt skeið við lok síðustu ald­ar og á fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar verið fremsti og þekkt­asti hjól­reiðamaður heims og að hafa unnið sig­ur í bar­áttu við krabba­mein og snúið aft­ur í fremstu röð í hjólaíþrótt­inni, þá er end­ir­inn á keppn­is­ferli hans ekki síður þekkt­ur og varð að stór­frétt­um í alþjóðleg­um miðlum yfir nokkra ára tíma­bil.

Eft­ir ásak­an­ir um lyfjam­is­notk­un í um ára­tug komst banda­ríska lyfja­eft­ir­litið (USADA) árið 2012 að því að hann hefði frá ár­inu 1998 not­ast við ólög­leg frammistöðubæt­andi lyf og kostaði það hann flest alla titl­ana á ferl­in­um. Hafði Armstrong meðal ann­ars unnið stærstu hjóla­keppni heims, Tour de France, sjö sinn­um, oft­ar en nokk­ur ann­ar. Viður­kenndi hann svo lyfjam­is­ferlið í þætti Opruh Win­frey árið 2013. Í fyrra samdi hann við dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna um að greiða 5 millj­ón­ir dala vegna máls­ins.

Und­an­far­in ár hef­ur Armstrong kom­ist í sviðsljósið fyr­ir fjár­fest­ing­ar sín­ar, en hann var meðal ann­ars meðal fyrstu fjár­fest­um í leigu­bíla­fyr­ir­tæk­inu Über. Setti hann 100 þúsund dali í fyr­ir­tækið og var sá hlut­ur fyr­ir tveim­ur árum met­inn á 20 millj­ón­ir dala. Þá hef­ur hann í gegn­um tíðina meðal ann­ars frjár­fest í hjólaíhlutafram­leiðand­an­um SRAM og hjóla­fyr­ir­tæk­inu Trek.

Armstrong sagði ný­lega í viðtali við NBC Sports að hann myndi ekki ráðleggja nein­um að fara í gegn­um það sama og hann hefði gert og að hann skammaðist sín fyr­ir margt. Hann myndi þó ekki breyta neinu ef hann gæti og að hann hafi þrosk­ast mikið í gegn­um árin.

Frá upptöku á samtali Winfrey (t.h.) við Lance Armstrong þar …
Frá upp­töku á sam­tali Win­frey (t.h.) við Lance Armstrong þar sem hann viður­kenndi lyfjam­is­notk­un sína. AFP

Armstrong hef­ur und­an­farið haldið úti hlaðvarpsþætti þar sem hann ræðir meðal ann­ars um hjól­reiðar og stærstu at­vinnu­manna­keppn­ir hvers ár. Er fátt sem reyn­ist hon­um heil­agt þar og ligg­ur hann síst á skoðun sinni um menn og mál­efni. Í kring­um hlaðvarpið stofnaði hann fé­lagið Wedu sem einnig kem­ur að skipu­lagn­ingu viðburðum í af­reksíþrótt­um.

Lance Armstrong sagði meðal annars frá því á Instagram að …
Lance Armstrong sagði meðal ann­ars frá því á In­sta­gram að hann og sam­býl­is­kona hans hefðu skoðað Hraun­fossa.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant