Lance Armstrong á Íslandi

Lance Armstrong tók þátt í keppnishjólreiðum til ársins 2011.
Lance Armstrong tók þátt í keppnishjólreiðum til ársins 2011. AFP

Einn þekktasti hjólreiðamaður allra tíma, Lance Armstrong, hefur undanfarna daga verið hér á landi, en um helgina sást meðal annars til hans í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem hann hjólaði um Heiðmörk,  Hengilinn og Reykjadal.

Miðað við færslu sem hann setti á Instagram fyrir þremur dögum virðist hann vera ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Hansen, hér á landi í fríi, meðal annars til að upplifa íslenska náttúru. Í gær setti Hansen inn færslu á Instagram þar sem kom fram að þau hefðu farið í Reykjadal . Í dag hafa Armstrong og Hansen verið í Húsafelli og samkvæmt Instagram-reikningi hans fóru þau meðal annars og kíktu á Hraunfossa.

View this post on Instagram

Epic day of riding in Iceland! Thanks to @icebike for the amazing time!!

A post shared by Anna Hansen (@annahansen2) on Jun 16, 2019 at 10:04am PDT

Þrátt fyrir að hafa um langt skeið við lok síðustu aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar verið fremsti og þekktasti hjólreiðamaður heims og að hafa unnið sigur í baráttu við krabbamein og snúið aftur í fremstu röð í hjólaíþróttinni, þá er endirinn á keppnisferli hans ekki síður þekktur og varð að stórfréttum í alþjóðlegum miðlum yfir nokkra ára tímabil.

Eftir ásakanir um lyfjamisnotkun í um áratug komst bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) árið 2012 að því að hann hefði frá árinu 1998 notast við ólögleg frammistöðubætandi lyf og kostaði það hann flest alla titlana á ferlinum. Hafði Armstrong meðal annars unnið stærstu hjólakeppni heims, Tour de France, sjö sinnum, oftar en nokkur annar. Viðurkenndi hann svo lyfjamisferlið í þætti Opruh Winfrey árið 2013. Í fyrra samdi hann við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að greiða 5 milljónir dala vegna málsins.

Undanfarin ár hefur Armstrong komist í sviðsljósið fyrir fjárfestingar sínar, en hann var meðal annars meðal fyrstu fjárfestum í leigubílafyrirtækinu Über. Setti hann 100 þúsund dali í fyrirtækið og var sá hlutur fyrir tveimur árum metinn á 20 milljónir dala. Þá hefur hann í gegnum tíðina meðal annars frjárfest í hjólaíhlutaframleiðandanum SRAM og hjólafyrirtækinu Trek.

Armstrong sagði nýlega í viðtali við NBC Sports að hann myndi ekki ráðleggja neinum að fara í gegnum það sama og hann hefði gert og að hann skammaðist sín fyrir margt. Hann myndi þó ekki breyta neinu ef hann gæti og að hann hafi þroskast mikið í gegnum árin.

Frá upptöku á samtali Winfrey (t.h.) við Lance Armstrong þar …
Frá upptöku á samtali Winfrey (t.h.) við Lance Armstrong þar sem hann viðurkenndi lyfjamisnotkun sína. AFP

Armstrong hefur undanfarið haldið úti hlaðvarpsþætti þar sem hann ræðir meðal annars um hjólreiðar og stærstu atvinnumannakeppnir hvers ár. Er fátt sem reynist honum heilagt þar og liggur hann síst á skoðun sinni um menn og málefni. Í kringum hlaðvarpið stofnaði hann félagið Wedu sem einnig kemur að skipulagningu viðburðum í afreksíþróttum.

Lance Armstrong sagði meðal annars frá því á Instagram að …
Lance Armstrong sagði meðal annars frá því á Instagram að hann og sambýliskona hans hefðu skoðað Hraunfossa.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir