Er engin nógu góð fyrir Bradley Cooper?

Bradley Cooper ásamt móður sinni Gloria Campano og barnsmóður Irina …
Bradley Cooper ásamt móður sinni Gloria Campano og barnsmóður Irina Shayk. mbl.is/AFP

Það komast fáar konur með tærnar þar sem Gloria Campano móðir Bradley Cooper er með hælana ef marka má vef Mirror. Campano sem er af ítölsku bergi brotin er mjög náin syni sínum, sér í lagi eftir andlát eiginmanns hennar og föður Cooper árið 2011. 

Campano og Cooper hafa búið saman í gegnum árin, þau tala saman nokkrum sinnum á dag og er móðir hans besti vinur Cooper ef marka má fréttaflutning síðustu ára. 

Á vef Independent fyrir fjórum árum kom fram að fyrirsætan Irina Shayk hafi flutt inn með Cooper og móður hans. Sambúðin gekk vel, sér í lagi vegna þess að Shayk leyfði móður hans að ráða. 

Cooper hefur verið tengdur við margar leikkonur í gegnum árin. Hann var sem dæmi giftur leikkonunni Jennifer Esposito í nokkra mánuði árið 2006. Á þeim tíma var Esposito mun vinsælli leikkona en Cooper. 

Í eftirminnilegri bók sem leikkonan skrifaði, talaði hún m.a. um fyrrverandi eiginmann sinn en nefnir Cooper ekki með nafni. „Hann er með kalda, vonda hlið sem hann heldur frá almenningi. Hann er sérfræðingur í að stjórna fólki og fá sitt fram á hrokafullan hátt,“ segir hún í bókinni. Hún segir að á sínum tíma hafi hún fallið fyrir því hvað hann var skemmtilegur og öruggur með sig. En það hafi ekki verið eina hliðin á honum. 

View this post on Instagram

Look what came today!!!!!!!! 😄😄😄😄😄😄😄. #jenniferswaykitchen #cookbook Yay

A post shared by Jennifer Esposito (@jesposito) on Aug 23, 2017 at 7:07pm PDT

Eftir skilnaðinn við Esposito átti Cooper að eiga í ástarævintýri við leikkonuna Jennifer Aniston. Hann komst í fréttirnar árið 2009 fyrir samband sitt við leikkonuna Renee Zellwegger. Zellwegger og Campano móðir Cooper náðu vel saman og eru góðar vinkonur enn þá í dag. Sögur segja að hún sé í raun eina konan sem Campano hafi raunverulega líkað við í lífi Cooper. 

Þegar sambandið á milli Cooper og Zellwegger endaði árið 2011 byrjaði hann með leikkonunni Oliviu Wilde en flutti seinna inn til Zoe Saldana. Saldana var sár út í Cooper eftir að þau hættu saman og var haft eftir henni í viðtali við Marie Clair árið 2014: „Ég hef verið í sambandi við mann sem kom illa fram við mig. Ég þarf ekki að vera vinur þessa manns í dag.“ 

Leikkonan Zoe Saldana var í sambandi við Bradley Cooper.
Leikkonan Zoe Saldana var í sambandi við Bradley Cooper. mbl.is/AFP

Enn þá eru einungis getgátur uppi um af hverju samband Cooper og Shayk endaði nýverið. Hvort skapgerðabrestir hans hafi gert útslagið, sambandið hans við móður sína eða Lady Gaga er enn þá óljóst. Talið er að allt ofangreint hafi spilað inn í en að í enda dagsins hafi Shayk átt erfitt með að treysta Cooper við gerð kvikmyndarinnar A Star is Born. 

View this post on Instagram

They look like a mom and dad attending their kid's presentation at school...❤️ #astarisborn #ladygaga #bradleycooper

A post shared by A Star Is Born (@gagaxbradley) on Jun 18, 2019 at 11:11am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar