Hin nýgiftu hjón, Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir njóta nú lífsins í brúðkaupsferð sinni á Maldíveyjum.
Þau hjónin eru greinilega hrifin af framandi eyjum en Gylfi bar upp spurninguna stóru á Bahamaeyjum fyrir tæpu ári. Það er því viðeigandi að fagna vel heppnuðu brúðkaupi á annarri einstaklega fallegri eyju.
Gylfi Þór og Alexandra giftu sig um helgina í Como á Ítalíu og má með sanni segja að brúðkaup þeirra hafi verið brúðkaup ársins.